Faghópur um gervigreind – Fundagerð aðalfundar 14 maí 2024.

Faghópur um gervigreind – Aðalfundur 14 maí 2024.

Góð mæting var á fundinum. Farið var eftir fyrirliggjandi dagsskrá. Erindi Róberts Bjarnasonar frá Citizens Foundation vakti verulega athygli. Róbert fór yfir nýlega þróun í sviði gervigreindar, áskoranir sem fyrirtæki og samfélög standa frammi fyrir. Upptaka á erindinu verður sýnt fljótlega, en hér er erindið: 

https://docs.google.com/presentation/d/17_0LLYTIhzzPe01rOQf8SP2iWsL-h1d94sJEAtwKLyg

 Faríð var stuttlega yfir þá viðburði sem haldnir voru á seinasta starfsári. Yfirlit yfir viðburðina er hér að neðan.

Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands var tekin í stjórn faghópsins ásamt Róberti Bjarnasyni, sem var síðan tilnefndur sem formaður stjórnar fyrir næsta starfsár. Sjá skipun stjórnar hér að neðan.

Nokkur umræða var um erindi Róberts enda yfirgripsmikið, engin sérstök önnur mál voru rædd, en nýr formaður mun boða til fundar þegar líður að hausti.

Karl Friðriksson, fráfarandi stjórnarformaður.

Dagskrá fundar

  1. Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina.  Róbert Bjarnason, Cittizens
  2. Síðasta starfsár
  3. Mótun stjórnar
  4. Önnur mál

Stjórn faghópsins

Anna Sigurborg Ólafsdóttir                                      Framtíðarnefnd Alþingis.

Brynjólfur Borgar Jónsson                                        DataLab

Gyða Björg Sigurðardóttir                                        Orkan IS

Helga Ingimundardóttir                                               Háskóli Íslands

Karl Friðriksson                                                           Framtíðarsetur Íslands

Róbert Bjarnason                                                         Citizens Foundation, formaður faghópsins

Sævar Kristinsson                                                      KPMG.

Þorsteinn Siglaugsson                                               Sjónarrönd

  1. Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og framtíðarfræði.

Dagsetning:                 21.ágúst 2023.

Staðsetning:                Á netinu.

  1. Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði, góða stjórnarhætti og gervigreind.

Dagsetning:                        26.ágúst 2023.
Staðsetning:                       Á netinu.

  1. Skarpari hugsun með hjálp gervigreinar.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind, stefnumótun og árangursmat.

Dagsetning:                        26.september 2023.
Staðsetning:                       Háskólinn í Reykjavík  og á Teams.

Fyrirlesari:                           Þorsteinn Siglaugsson, Sjónarrönd.                                               

  1. Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar.
    Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                23.nóvember 2023.
Staðsetning:              Á netinu.
Fyrirlesari:                 Thelma Christel Kristjánsdóttir, BBA/Fjeldco

  1. Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                        7.desember 2023.

Staðsetning:                       Teams.

Fyrirlesari:                           Sigríður Hagalín, rithöfundur.

  1. Sýn til ársins 2024 og framtíðar. Laugardagur með London Futurists.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 9.desember 2023.

Staðsetning:                Á netinu.

  1. Gervigrein og upplýsingaöryggi.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og upplýsingaöryggi.

Dagsetning:                 14.desember 2023.

Staðsetning:                Teams. 

Fyrirlesarar:                Tryggvi Freyr Elínarson, Datera.

                                       Rachel Nunes, Microsoft.   

  1. The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 2.febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Eldborg. 

Fyrirlesarar:                José Cordeiro.  

  1. Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 3. Febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Eldborg. 

Fyrirlesarar:                 Jose Cordeiro, framtíðarfræðingur.

                                       Kári Stefánsson, Íslensk erfðagreining.

  1. Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 3. Febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Kaldalón.  

Fyrirlesarar:                 Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, HÍ

                                                               Þóra Óskarsdóttir, Fab Lab Reykjavík.

                                                               Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands.

                                                               Rúna Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi

                                                               Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun.

  1. Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 16.febrúar 2024.

Staðsetning:                Á netinu.

Málstofa framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigrein.

  1. Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              21.febrúar 2024.

Staðsetning:                              Versló, Ofanleiti.

Alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga.

  1. Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 23.febrúar 2024.

Staðsetning:                Versló, Ofanleiti 1.

Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélag Íslands og Framtíðarsetur Íslands.

  1. Alþjóðlegur dagur framtíða 2024. Taktu þátt í alþjóðlegu samtali um bæta framtíð.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              1.mars 2024.

Staðsetning:                              Á netinu. 

Millieinum Project og fimm -önnur alþjóðleg framtíðarsamtök hýsa hinn árlega dag framtíða.

  1. Áhættumat á hugsanlegum hörmungum gervigreindar

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              16.mars 2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Fyrirlesari:                  David Wood, London Futurists.

  1. Dagur framtíðarrýnis þjóða innan OECD

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              25.apríl 2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Um 58 erindi verða flutt um ólíkar framtíðaráskoranir á ólíkum sviðum.

  1. Framtíðarvika í Kanada á netinu - Fjöldi viðburða 7 til 9 maí

Sameiginlegir fundir faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              7.maí  2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Árlegur viðburður þar sem hver og einn getur tekið þátt í ólíkum viðburðum.

  1. Aðalfundur faghóps um gervigreind.

Dagsetning:                Maí 2024.

Staðsetning:              Teams.

                       Hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?