Fundur var haldinn í morgun þann 17.október hjá Póstinum.
Fyrirlesari var Sigríður Jónsdóttir gæðastjóri Póstsins.
Sigríður gerði rannsókn meðal allra ISO 9001 vottaðra fyrirtækja á Íslandi um hvernig umbótaverkefni fyrirtækjanna eru meðhöndluð. Hvort hefðbundnar aðferðir verkefnastjórnunar væru notaðar. Kannað var hvort slík verkefni hefðu mælanleg markmið og hvaða verkfæri væru notuð við vinnslu umbótaverkefna.
Þetta verkefni er eitt af fimm verkefnum útskrifaðra nema 2013 sem var valið til kynningar á alþjóðlegri verkefnastjórnarráðstefnu IPMA í október.
Hægt er að nálgast verkefni Sigríðar á heimasíðu Skemmunnar í gegnum eftirfarandi link:
http://skemman.is/stream/get/1946/16297/36551/1/Sigridur_Jonsdottir_Skil_f_Skemmuna.pdf
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Sigríði fyrir áhugvert erindi. Glærur og myndir frá fundinum eru nú aðgengilegar hér á vefnum.
Næsti fundur er þann 22.október næstkomandi. Fundurinn ber heitið: ,,ISO vottun SORPU - vegferð til framtíðar?“ Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/507
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég hvetja alla til þess að kynna sér áhugaverða dagskrá ISO hópsins núna í vetur, en búið er að setja inn alla fundi undir ,,Viðburðir".
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður ISO hópsins