Góðan dag
VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á örráðstefnu um heilsueflandi vinnustaði með Marie Kingston - höfundi bókarinnar Stop stress og Streitustigans – á Grand Hótel miðvikudaginn 18. maí kl. 10:30 - 12:00. Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis.
Mary Kingston stendur einng fyrir vinnustofu sama dag um streitu og vinnustaði sem nýtist t.d. stjórnendum á Grand Hotel kl. 13:00 - 16:00, miðvikudaginn 18. mars. Vinnustofan fer fram á ensku og aðgangseyrir á vinnustofuna er kr. 9.000.
Vinsamlegast athugið að skilyrði fyrir þátttöku á vinnustofunni er seta á örráðstefnunni fyrr um daginn þar sem að Marie Kingston leggur þar grunn að þeim þáttum sem unnið verður með á vinnustofunni og mun hún ekki endurtaka þann grunn.
Fjöldi þátttekanda í vinnustofunni er takmarkaður og því mikilvægt að skrá sig á virk.is.