Í byrjun mánaðarins, var ég þátttakandi í beinu streymi sem, fyrirlesarinn og framtíðarfræðingurinn, Gerd Leonhard stóð fyrir, undir fyrirsögninni; „Hvers vegna er framtíðin betri en við höldum.“Hægt er að nálgast framangreinda fyrirlestur hér: https://www.youtube.com/watch?v=nH5iuLZYUkY
Mér finnst tilvalið að hlusta á Gerd og hans viðhorf um „hugsanlega góða tíð framundan“ við upphaf á starfi faghóps um framtíðarfræði. Fljótlega munum við kalla saman hópinn til að skipuleggja starfið framundan. Endilega hafið einnig samband ef þið viljið að hópurinn taki til umræðu tiltekin atriði.
Upp á síðkastið virðist margur móta sér sífellt svartsýnni sýn á framtíðina. Svo virðist sem nýtt vonleysi ríkir - sérstaklega meðal Z & Y kynslóðanna. Það eru margar ástæður fyrir þessu - covid19 eða Rússland/Úkraínu stríðið eða skautun í pólitík- eða frásögnin um framtíðina sé annaðhvort undir stjórn Big Tech (Meta, Google, IBM, Amazon, Baidu o.s.frv.) eða Hollywood ( eða öllu heldur "StreamyWood" þ.e. Netflix o.fl.).
Í fyrirlestrinum fær Gerd, Aline Frankford til að ræða við sig um aðra nálgun eða leið til að horfa á framtíðina. Aline er sérfræðingur í skapandi hugsun og stefnumótandi nýsköpun, „Narrative Practionner,“ listamaður og meðhöfundur bókarinnar „Shapership, the Art of Shaping the Future“ og meðlimur Rómarklúbbsins.
Sjáumst fljótlega