Orkuveita Reykjavíkur er eitt af elstu fyrirtækjum landsins stofnað 1909. Allt frá 1921 hefur Orka náttúrunnar snúið jólaplötum landsmanna og má því segja að hún eigi mikinn og góðan þátt í ánægjulegu jólahaldi. Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðlunum. Á fundinum var kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint var frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð var áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni.
Fyrirlesarar voru þau Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.is
Vinnan byrjaði snemma á þessu ári en þá lágu fyrir nýjar útgáfur af ISO 9001 og ISO 27001. Aukin áhersla var lögð á forystu stjórnenda og ákveðið að nýta tækifæri til þess að eiga samtal við stjórnendur til vitundarvakningar. Á 8 fundum með 35 stjórnendum og aðstoð 7.is var þetta kynnt.
Hlutverk og ábyrgð stefnuráðs er þríþætt: 1. Að móta rýna og vakta sameiginlegar stefnur í samstæðu OR 2. Rýna markmið og lykilmælikvarða 3. Fjalla um stefnuverkefni fyrir stefnu. Stefnuráð er skipað af forstjóra og í stefnuráði sitja: forstjóri, framkvæmdastjórar í samstæðu OR, yfirmaður lögfræðimála og starfsmenn stefnuráðs. Þetta er svipað gæðaráði. Eigendur hafa sett svokallaða eigendastefnu en eigendur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stjórn OR mótar síðan heildarstefnu en OR er móðurfélag. Í samþykktum dótturfélaga er kveðið á um að dótturfélögin skuli móta sér stefnur í samræmi við stefnur móðurfélagsins eins og áhættustefna, gæða, öryggis, upplýsinga-og öryggisstefnu o.s.frv. Þannig er tryggt að sama menning og viðhorf haldist innan samstæðunnar í ákveðnum málaflokkum. Núna eru móður-og dótturfélög búin að móta stefnu. Síðan eru stefnur sem eru misjafnar s.s. samkeppnisstefna, samskiptastefna, o.fl.
Verklagið við rýni á stefnu málaflokka er þannig að stjórnandi málaflokks undirbýr rýni stefnunnar.
Stærsta breytingin í stöðlunum er ábyrgð/forysta stjórnenda. Í forystu felst að tryggja að gæðastefna sé mótuð og gæðamarkmið sett sem falla að samhengi og stefnuáætlunum fyrirtækisins, tryggja samþættingu gæðastjórnunarkerfisins og viðskiptaferla fyrirtækisins, stuðla að ferlismiðun og áhættuhugsun, miðla upplýsingum um mikilvægi gæðastjórnunar, virkja, leiða og styðja einstaklinga með framlag til gæða, stuðla að umbótum, styðja næstráðendur í að sýna forystu og síðast en ekki síst að leggja áherslu á viðskiptavini.
En hvert er þá hlutverk gæðastjóra? Sjá til að ferlin séu skilgrein, vinna að því að ferlin séu hagnýtt, stuðla að forystu, gera grein fyrir árangri samstæðunnar t.d. í að gera viðskiptavininn ánægðan. En á hverju byggir gæðastjórnun? Fókusinn er að koma til móts við kröfur viðskiptavina og leitast við að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Viðfangsefnið er: Áhersla á viðskiptavininn, forysta, virkni starfsfólk o.fl. Stjórn sem byggir á staðreyndum. Rætt var við stjórnendur um hver eru mikilvægustu viðfangsefni sem stuðla að bættum árangri, bættum gæðum? Hvaða starfsþættir hafa mest áhrif í þinni starfsemi, að hverju viljum við stefna og hvað ætlum við að gera til þess? Skráðar voru niður ábendingar á greiningarfundunum og unnið úr þeim. Yfir 400 ábendingar komu sem voru flokkaðar í sex flokka. Mjög góðar ábendingar komu m.a. um að reyna að takmarka möguleika á villu þ.e. halda ekki áfram ef hlutirnir eru ekki í lagi. Markmið var sett um að vinna verkin rétt og bregðast við frávikum.
Ógnir sem steðja að upplýsingum OR og dótturfélaga eru aðgengi, breyting, leki, mistök, skemmdir, svik, villur og annað. Bent var á hversu dýrt það getur orðið ef það verður gagnaleki frá 2013 en Target lenti í 5milljarða króna kostnaði. Sektir eru 4% af veltu í dag og því verulegir hagsmunir í húfi. Stjórnendur voru beðnir um að velta fyrir sér hvaða upplýsingaeignir þeir hefðu og hvaða afleiðingar það hefði ef : þær væru á glámbekk, hvort þyrfti yfirhöfuð að passa þeirra upplýsingar, hvað þyrfti að gera til að gæta upplýsinga og hvernig hvet ég mitt fólk til að fá fram meðvitund um upplýsingaöryggi. Frá stjórnendum komu 477 ábendingar eða óskir, þær voru flokkaðar í 23 kóða og út úr því komu 5 áherslur eða öryggisþættir. Út úr þessu kom áhættustýring og vitund.
Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum
Fleiri fréttir og pistlar
Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!
Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.
https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844
https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/
https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín
Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:
https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc
https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK
- Inclusive Design and Policy: Moving beyond compliance to create accessible environments in workspaces and public life that respect autonomy and dignity.
- Intersectional Experiences: How disability intersects with race, gender, class, and other identities, creating unique challenges and opportunities for equity in both professional and social settings.
- Representation and Leadership: The critical need for disability-inclusive leadership and decision-making in workplaces, communities, and societal institutions.
- Cultural and Systemic Change: How workplaces and societies can address ableism, promote belonging, and establish sustainable frameworks for inclusion in all areas of life.
Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.
Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum?
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.
Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.
Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.
Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá
Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!