Framtíðarfræðingar og áhugafólk um framtíðarþróun bjóða upp á 24 stunda samtal um allan heim þann 1. mars næstkomandi. Millennium Project hýsir viðburðinn sem er öllum opinn.
Viðburðurinn hefst 1. mars á Nýja-Sjálandi klukkan 12 á hádegi að ný sjálenskum tíma. Þá opnast umræðan um hvernig eigi að byggja upp betri framtíð. Hún færast síðan vestur á klukkutíma fresti. Hver sem er getur tekið þátt klukkan 12 á hádegi á viðkomandi tímabelti.
Frá leiðandi aðilum viðburðarins.
WASHINGTON, D.C., 27. febrúar 2022 - Alþjóðlegur framtíðardagur er 1. mars. Þetta verður níunda árið sem framtíðarsinnar og almenningur halda 24 stunda samtal um framtíðina allan sólarhringinn þann 1. mars klukkan 12 á hádegi á hvaða tímabelti sem þeir eru. Á hverju ári ræðir áhuga fólk um hugmyndir og mögulegar framtíðir morgundagsins í opnu samtali án dagskrár.
The Millennium Project, er alþjóðlegur vettvangur framtíðarfræðinga. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu Association of Professional Futurists (APF), Humanity+, the World Academy of Art and Science (WAAS), og World Futures Studies Federation (WFSF).
Hver og einn getur tekið þátt segir Jerome Clenn, CEO Millennium Project: https://us02web.zoom.us/j/5221011954?pwd=UEg4TXhYMnU0TGxyNzNsUUd6dXQ4Zz09
Síðastliðin átta ár, hafa alþjóðlegir leiðtogar á sviði framtíðar áskoranna deilt skoðunum sínum um framtíðarþróun á heimsvísu. Allt frá áhrifum COVID-19, stjórnun gervigreindar, loftslagsmála, málefni er tengjast öruggi vatns og orku og baráttu gegn fjölþjóðlegri glæpastarfsemi ásamt þróun framtíðarform lýðræðis. Þú getur líka deilt hugmyndum þínum á samflagsmiðlum: #worldfuturesday #WFD.
„Í þriðja sinn munum við fá til liðs við okkur Vint Cerf, netbrautryðjanda klukkan 12 á hádegi að austurströnd Bandaríkjanna, og Theodore Gordon, framtíðarbrautryðjandi hjá RAND, Institute for the Future, Futures Group og The Millennium Project,“ að sögn Glenn. „Gordon var einnig stjórnandi þriðja stigs Apollo eldflaugarinnar til tunglsins og þróaði Delphi, Cross-Impact Analysis og stöðu framtíðarvísitölunnar kl. 9 að morgni austurstrandar að bandarískum tíma.
Á vef síðunni “World Futures Day – Young Voices”, sem er skipulögð af Teach the Future og the Millennium Project, verður sérstakur viðburður fyrir ungt fólk.
Fjölmiðlar hafið samband við, Karl Friðriksson, hjá Framtíðarsetri Íslands, karlf@framtíðarsetur.is eða : +1-202-669-4410 Jerome Glenn, jerome.glenn@millennium-project.org, og Mara Di Berardo, mdiberardo@gmail.com.