BREYTINGASTJÓRNUN
Námskeiðið hefst 4. desember (8 klst)
Breytingar eru eðlilegur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Mikilvægt er fyrir þá sem stjórna að skynja rétt þörfina fyrir breytingum bæði í umhverfinu og innan vinnustaðarins. Hugmyndin um hið nýja ástand þarf að vera skýr, bæði í huga stjórnandans og þess hóps sem ganga á í gegnum breytingarnar. Þó er ekki öruggt að breytingarnar skili tilætluðum árangri. Til þess þarf stjórnandinn að stjórna breytingunum vel og taka tillit til þeirra einstaklinga sem fara í gegnum breytingar.
Fjallað verður um eðli breytinga á vinnustöðum, aðferðafræði við stjórnun breytinga, möguleg viðbrögð fólks við breytingum sem það hefur ekki sjálft frumkvæði af, og leiðum til að styðja við fólk í breytingaferli.
Leiðbeinandi:
Ketill Berg Magnússon, MBA frá ESADE í Barcelona, kennari við Háskólann í Reykjavík og ráðgjafi á sviði samfélagsábyrgðar og viðskiptasiðfræði. Ketill hefur yfir 10 ára reynslu sem mannauðsstjóri og stjórnendaráðgjafi.
Kennslufyrirkomulag:
Kennsla fer fram miðvikudagana 4. og 11. desember frá kl. 09:00 - 13.00 báða dagana.
Verð: 49.000 kr.
Skráningarfrestur er til 27. nóvember.
Nánari upplýsingar og skráning