Vísindaskáldskapur hefur leikið stór hlutverk í að móta hugmyndir manna um framtíðina. Sama má segja um skáldskap sem fjalla um álitamál komandi ára. Oft á tíðum opnar slíkur skáldskapur fyrir nýjum viðhorfum og dregur athygli manna að samfélagslegum álitamálum.
Í jólabókaflóðinu eru komnar tvær áhugaverðar bækur. Við stefnum að kynningu þeirra á næstunni á teams.
Um að gera að njóta þeirra. Fara í jólaskapið og jólapeysurnar!
- Fyrsta kynningin er kynning á bókinni Merking eftir Fríðu Ísberg, föstudagsmorgun 3. desember næstkomandi kl 9:0 á teams.
Í kynningu á bókinni segir: „Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag.“
- Föstudaginn 10 desember kl. 9:0 á teams, verður síðari kynningin, en það er kynning á bókinni Framtíð mannkyns. Örlög okkar í alheiminum, eftir hin virta prófessor Michio Kaku. Baldur Arnarsson, sem skrifar formála bókarinnar kynnir bókina.
Í kynningu á bókinni segir: „Í þessari bók fjallar Kaku um sögu geimkönnunar í ljósi endurvakins áhuga á geimferðum nú þegar stórveldi jafnt sem auðjöfrar hafa sett stefnuna á Mars. Í líflegri frásögn sinni skírskotar Kaku meðal annars til skáldverka frá gullöld vísindaskáldskapar sem endurspeglað hafa framtíðarsýn mannsins. Hann sýnir hvernig ný tækni hefur breytt hugmyndum okkar um geiminn og gert raunhæft það sem áður þótti óhugsandi.“