Boðið var upp á lýsi og kaffi í morgun hjá Lýsi en þar fóru sérfræðingar yfir gæðastjórnunarstarf hjá fyrirtækinu. Lýsi var stofnað 1938 og eru starfsmenn í dag 136, veltan 7,9milljarðar, innlend sala 6% og útflutningur 94%. Lýsi er með alls kyns vottanir eins og GMP/API, MSC, GMP, FSSC 22000, HALAL og FOS. Lýsi var fyrsta fyrirtæki á Íslandi sem fékk 9001 vottun en þeir hættu því í fyrra. Ástæðan er sú að ISO 22000 og GMP eru fullnægjandi. Kynnt var ferlið frá pappír yfir í rafrænt form. Áður fyrr var alltaf verið að bregðast við og því mikilvægt að koma strúktúr á kerfið þ.e. hvernig gæðakerfið yrði byggt upp. Öll starfsemin var brotin niður í verkferla og viðráðanlegar stærðir; stefnuskjöl, verklagsreglur, vinnulýsingar leiðbeiningar og eyðublöð og önnur skráningagögn. Það tók innan við ár að koma öllu úr pappír yfir á rafrænt form. Allt í allt eru skjölin næstum 1000. Meðalstarfsaldur hjá Lýsi er 8 ár og 14% starfsmanna hefur starfað í 15 ár eða lengur. Hjá Lýsi mega starfsmenn starfa eins lengi og þeir hafa getu til og vilja. Þegar nýr starfsmaður hefur störf er hann settur í þjálfun og þau námskeið sem staðlarnir krefjast. Námsefni og annað rafrænt fræðsluefni er aðgengilegt öllum. Alltaf eru kröfur um þjálfun að verða meiri og meiri og staðlarnir með ítarlegar kröfur um þjálfun sem eru ekki að ástæðulausu. Því betur þjálfað starfsfólk því öflugra verður fyrirtækið. Lýsi notar Hæfnistjóra FOCAL. Þegar tekið er á móti nýjum starfsmanni t.d. í verksmiðju þá á sér stað skilgreind þjálfunarleið; grunnþjálfun starfsmanna framleiðsludeildar, grunnþjálfun starfsmanna vinnslu, verklega þjálfun vinnsla 1, verkleg þjálfun vinnsla 2, starfsmannahandbók og grunnþjálfun starfsmanna Lýsis ehf. Inni í kerfinu er kennari sem staðfestir þjálfun. Sendir eru tölvupóstar á 5 daga fresti sem áminning um hvað þú þarft að læra næst. Stjórnendur fylgjast með þjálfuninni í sjónarhorni Hæfnistjórans. Á mánaðarlegum fundum gæðaráðs er farið yfir þjálfun starfsmanna og passað upp á að allir séu að sinna sinni þjálfun. Kerfið ýtir starfsmönnum áfram en ekki yfirmenn nema nauðsyn beri til.
Boðið upp á lýsi og kaffi í morgun hjá Lýsi
Um viðburðinn
Sérfræðingar hjá Lýsi bjóða í heimsókn og fara yfir gæðastjórnunarstarf hjá fyrirtækinu. Í lokin verður tími fyrir spurningar og umræður.
Fleiri fréttir og pistlar
Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Þú bókar þig hér.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.