Til fróðleiks stóð faghópur framtíðarfræða fyrir um 20 viðburði á árinu sem er að líða. Um leið og ég þakka hópnum fyrir skemmtileg samskipti á árinu, þá sendi ég öllum ósk um velfarnaðar á nýju ári og hlakka til nýrra áskorana. Stjórn hópsins mun hittast snemma á nýju ári til að móta dagskrá um starfsemi hópsins. Endilega sendið okkur ábendingar um fróðleg og áhugaverð framtíðarmálefni sem hægt væri að fjalla um.
Fyrirliggur að í febrúar næstkomandi mun Framtíðarsetur Íslands og Fast Future í Bretlandi bjóða þátttakendum í faghópi framtíðarfræða og öðrum félögum í Stjórnvísi upp á fjögur áhugaverð erindi. Regnhlífaheiti erindanna er „Að huga að framtíðinni, leiðtoginn og mikilvægi innsýni hans.“
Frekari upplýsingar verða gefnar þegar nær dregur, en endilega skráið ykkur sem fyrst til þátttöku. Öll erindin byrjar kl 9:00 og gert er ráð fyrir að fyrirlestur og spjall á eftir taki um 45 mínútur. Um er að ræða eftirfarandi erindi og dagsetningar:
3. febrúar - „Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“
Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.
Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?
10. febrúar - „Rafmyntir – Skammvin bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“
Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?
Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta einstaklingslífi, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.
17. febrúar - „Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“
Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.
Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gætu haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytinga og bálkakeðjutækni.
24. febrúar - „Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“
Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.
Yfirlit yfir hagnýtum þáttum og nýjum hugmyndum um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélags, heilsu, menntun og umhverfi, innviða samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.
Framtíðarfræðingurinn Rohit Talwar frá Fast Future mun leiða erindin. Ásamt honum verða gestafyrirlesarar sem deila sjónarmiðum sínum um einstök efni. Rohit Talwar einbeitir sér að rýna í samfélagsþróun, viðskipti og þróun nýrrar tækni og skoðað hvernig þessi atriði hafi áhrif á líf okkar, umhverfið, atvinnu- og menningarlíf og stjórnvöld. Nýjasta bók hans Aftershocks and Opportunities 2 veitir djúpt innsæi í yfir 400 tækninýjungar sem gæti komið á markað á næsta áratug. Skýrsla hans um framtíð dulritunarhagkerfisins fyrir fyrirtæki og einstaklinga verður birt í janúar 2022.
Erindin verða flutt á netinu í gegnum Zoom, en vefslóð verða send á þá sem skrá sig þegar nær dregur.