Fundur á vegum faghóps um verkefnastjórnun í HR morgun fjallaði um „Árangursríka teymisvinnu að hætti íslenska landsliðsins“. Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Með aukinni alþjóðavæðingu hafa samfélagslegar kröfur og fjármagn í umferð aukist. Þar að auki getur knattspyrnuumhverfið verið bæði ögrandi og krefjandi. Í knattspyrnu er lögð áhersla á að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi, yfirstíga hindranir, standa undir væntingum og takast á við álag. Við fyrstu sýn virðist knattspyrnuumhverfið vera sambærilegt við verkefnastjórnunarumhverfi, en er það raunin?
Fyrirlesturinn fjallaði um hvað verkefnastjórar geta lært af þjálfurum íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í verkefnastjórnun og myndun liðsheildar? Rætt var við núverandi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Þar að auki var haft samband við leikmenn íslenska landsliðsins. Hæfnisauga Alþjóðaverkefnastjórnunar-sambandsins (IPMA) var notað sem grunnur til að svara spurningunni. Aðal áherslan var lögð á stefnumótun og hvernig á að leiða árangursrík teymi.
Fyrirlesturinn gaf góða sýn á það hvernig hægt er að byggja upp skipulagt og uppbyggilegt vinnuumhverfi þar sem árangursrík teymisvinna er aðal áherslan.
Fyrirlesarar voru þær Anna Sigríður Vilhelmsdóttir og Erna Kristjánsdóttir og byggði fyrirlesturinn á lokaverkefnum í MPM náminu og grein sem mun birtast í Procedia, Social and Behavioral Science í haust.
Leiðbeinandi Önnu og Ernu hvatti þær til að nota „hæfnisaugað“. Það er notað til þess að horfa á þessar aðstæður. Erna kynnti aðferðafræðina. Byrjað var að setja niður 10 spurningar á blað. Rætt var við Guðjón Þórðarson, Þorlák Arnarson, Bjarka Benediktsson og Alex Guðmundsson til að uppfæra spurningalistann. Út frá þessum 36 spurningum var rætt við Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni. „Hvað er það í þjálfunarferli landsliðsþjálfara sem gerir það að verkum að þessi mikli árangur hefur náðst“. Lars kom Nigeríu á heimsmeistaramótið. Lars var ráðinn til íslenska landsliðsins 2011. Heimir hafði verið að þjálfa kvennaliðið í Vestmannaeyjum. Hann var þekktur fyrir að ná vel til fólks, þess vegna vildi hann vinna með Heimi. Árið 2011 var íslenska knattspyrnulandsliðið í 104 sæti í dag í 34 sæti. Verkefnamiðaður leiðtogi sem hefur félagslega sýn er mikilvægur. Samheldni skiptir öllu máli því velverð teymisins skiptir öllu. Velja á þann sem maður telur vera bestan hverju sinni. Hegðunarmynstur teyma er eins og ísjaki því margt liggur undir yfirborðinu. Því neðar sem er farið sjást tilfinningar og gildi. Hvað drífur okkur áfram? Nota „af hverju“ fimm sinnum því þá komumst við að rótum vandans. Öllu máli skiptir að geta talað saman og fundið lausnir. Þar sem þjálfararnir eru tveir skiptir verkefnastjórnunin öllu máli. Lars skoðar hvern einstakling mjög vel, hvernig er þeim að ganga, hverjum fyrir sig. Heimir skoðar hins vega andstæðinginn og útbýr kynningu fyrir liðið áður en það keppir. Hálfum mánuði fyrir leik koma þeir til landsins og búa þá allir saman á sama hóteli. Þetta er gert til að samstilla hópinn. Morgnarnir fara í að þjálfa liðið, hvernig er andstæðingurinn og hvaða aðferð eigi að nota.
Varðandi hvatningu þá þarf landsliðið ekki mikla hvatningu. Þeir vita að góð frammistaða leiðir til þess að þeir gætu verið uppgötvaðir af stórum félagsliðum í hverjum leik. Þeir nota mikla sjálfsstjórn, sumir fara í jóga, lesa bók og mikilvægt er að kunna að slaka á. Mest mikilvægt er að tala ekki um hvorn annan heldur við hvorn annan. Mikilvægt er að sýna auðmýkt i samskiptum. Ekki hefur verið mikið um ágreining. Ef eitthvað kemur upp þá er það rætt strax. Fyrirliði liðsins skiptir miklu máli. Hann peppar liðið upp fyrir leikinn. Það sem strákunum fannst skipta mestu máli er í mikilvægisröð 1. Skipulag, agi, undirbúningur, traust, virðing og endurtekning. Mikilvægt er að hafa sem fæstar reglur til að allir muni þær.
Allir leiðtogar þurfa að þekkja veikleika sína og styrkleika. Er ég meira verkefnamiðaður en félagslega miðaður? Ef samheldnin næst, allir tali saman, traust ríkir þá eru allir vegir færir. Sífelld endurtekning skiptir miklu máli.
Skoðaðar voru kenningar um árangur: stefnumótun, stuðningur og val á starfsfólki. Hversu mikla stefnumótun þarf hvert og eitt fyrirtæki? Þegar búin er til stefna þarf allt að styðja við það til að árangurinn náist. Stefnan þarf að fá stuðning allra stjórnenda og val á starfsmönnum er mikilvægara en margur telur. Inn í hæfnisauganu voru hagsmunaaðilar. Hagsmunaaðilar í íþróttum eru: fjölmiðlar, áhorfendur, styrktaraðilar, samfélagið og stofnun. Lars bjó til umhverfið sem landsliðsmennirnir okkar þurftu. Lars trúir á samfellu og endurtekningu. Hann skapar ramman í kringum landsliðið því þeir koma úr svo mörgum áttum. Í kringum liðið er lið sem pantar hótel, nuddar, gefur góð ráð og landsliðsmennirnir vita nákvæmlega á hverju þeir eiga von á og að hverju þeir ganga. Á hótelum eru þeir alltaf allir á sömu hæð og engir aðrir þar. Þeir stjórna fjölmiðlaumræðunni með því að kalla þá til og þeir skrifa með þeim fréttirnar. Allt spilar saman. Til að velja í liðið með liðinu er horft á hvort viðkomandi fylgi ákveðnum gildum. Er hann vinnusamur, gleði, agi, einbeiting, grimmd (víkingur). Sett er lengri og skemmri markmið. En er munur á milli verkefnastjórnunar í fyrirtækjum og fótboltaumhverfi? Mikið er hægt að læra af fótboltanum og að átta sig á hvers konar fyrirtæki eða stofnun er verið að vinna með. Öllu máli skiptir fyrir starfsmenn að vita að hverju það gengur og hvað á að ræða um á hverjum fundi fyrir sig. Niðurstaða verkefnisins var að þjálfararnir eru tveir og þeir ná að bæta hvor annan upp. Fæstir eru með hvort tveggja í sér þ.e. að vera félagslegur eða verkefnalegur leiðtogi. Og hvernig náum við öllum í að vera eitt teymi, eitt lið. Það eru gildin, markmiðið og umhverfið. Það býr til samheldnina. Uppbyggilegt vinnuumhverfi er þannig að ekki er verið að skamma heldur segja hvernig við ætlum að komast á ákveðinn stað.
Frekari upplýsingar um verkefnin:
http://skemman.is/stream/get/1946/22701/47886/1/What_can_project_managers_learn_from_the_Icelandic_national_football_team$2019s_managers_in_shaping_group_dynamics.pdf
http://skemman.is/stream/get/1946/22679/48165/1/Anna-finalpaper-skemman.pdf