Faghópur um markþjálfun hóf vetrarstarfið á viðburði um starfsmannasamtöl, en það er við hæfi þar sem margir standa frammi fyrir því að taka þau um þessar mundir. Viðburðurinn var haldinn hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni. Sóley Kristjánsdóttir, MS í mannauðsstjórnun og ACC markþjálfi kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á umræddum starfsmannasamtölum. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Master í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og ACC markþjálfi, kynnti leiðir þess að markþjálfa stjórnendur fyrir starfsmannasamtöl. Fundinum var streymt og hægt að nálgast hann í heild sinni á facebook síðu Stjórnvísi. Í erindum sínum svöruðu þær Ágústa og Sóley við að svara því hver ætti starfsmannasamtölin, hvernig stjórnendur undirbúa sig og hvernig eftirfylgni er háttað.
Sóley sagði frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á nýrri aðferð starfsmannasamtala. Umrædd starfsmannasamtöl eru með breyttu sniði að því leiti að þau eru tekin fjórum sinnum á ári, með ákveðið þema að leiðarljósi hverju sinni og innan styttri tímaramma en hefðbundin starfsmannasamtöl. Einnig var fjallað um markþjálfun stjórnenda fyrir starfsmannasamtöl sem leið til að undirbúa stjórnendur að taka árangursrík starfsmannasamtöl og fylgja þeim eftir. Stjórnendur fá tækifæri til að nýta starfsmannasamtalið til fullnustu og til árangurs fyrir báða aðila. Fjölmenni var á viðburðinum.