Á fimmtudaginn 18. febrúar verður sameiginlegur viðburður Stjórnvísis og MPM námi Háskóla Reykjavíkur en þá mun Bob Dignen stundarkennari í MPM náminu kynna og fjalla um niðurstöður rannsókna sem fela í sér mjög áhugaverða samantekt og endurskoðun á þeirri viðteknu sýn sem gildir gagnvart notkun rafrænna samskipta í dreifðum hópum og ræða hvað það felur í sér fyrir fagaðila í vinnuhópum sem nýta rafræna samskiptamiðla til funda og samskipta.
Árið 2014 var Bob Dignen leiðbeinandi í lokaverkefni nemenda í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka eðli og áhrif rafrænna funda og samskipta í dreifðum vinnuhópum (Project Teams). Fyrirfram hafa menn haldið því fram að slík vinnubrögð bitni á samskiptum og dragi úr gæðum. Í verkefninu var leitast við að skilja á almennum nótum að hvaða marki sýndarveruleiki veldur áhættu og skapar tækifæri fyrir meðlimi dreifðra hópa, jafnframt voru skoðuð nánar tiltekin atriði í samskiptum sem fara fram með þessum hætti ásamt því að skoðuð var að hve miklu leiti sýndarfundir (virtual meetings) geta komið í stað hefðbundinna funda þar sem aðilar funda auglits til auglits.
Bob Dignen er framkvæmdastjóri York Associates .
Hann sérhæfir sig í námskeiðum fyrir leiðtoga í verkefnum og teymum sem vinna í alþjóðlegu umhverfi. Hann hefur hann haldið námskeið mjög víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Miðausturlöndum. Bob er einnig stundakennari í MPM námi Háskóla Reykjavíkur og verið leiðbeinandi í lokaverkefnum tengdum alþjóðlegri verkefnastjórnun í náminu. Bob hefur mikla reynslu í því að þjálfa verkefnastjóra og leiðtoga sem vinna í alþjóðlegum og flóknum verkefnum.
Bob er velþekktur og hefur gefið út margar bækur um samskipti og verkefni í alþjóðlegu umhverfi eins og “Leading International Projects, “Managing Projects, “Communicating Across Cultures (CUP), “Effective International Business Communication, “50 Ways to improve your international presentation skills,50 Ways to improve your intercultural skills og Developing People Internationally
Frekari upplýsingar um Bob Dignen er að finna á vefsíðu fyrirtækis hans (www.york-associates.co.uk) og á linkedin síðu hans (https://uk.linkedin.com/in/bob-dignen-2249548)
Áhugasamir geta að auki kynnt sér lokaverkefni Stefáns Gudjohnsen í MPM náminu í Skemmunni, http://skemman.is/stream/get/1946/19516/42719/1/Virtual_teams_and_virtual_meetings.pdf