Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum.
Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2. Kosning til stjórnar 3. Önnur mál.
Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis.
- 14. september - Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
- 9. október – Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
- 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
- 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?
Stjórnarkjör:
Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:
- Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn
- Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
- stjórn
- Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
- Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
- Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
- Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
- Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
- Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur – situr áfram í stjórn
- Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn
- Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn
Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.
Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:
- Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
- Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið
- Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur
- Grace Achieng, Gracelandic ehf.
- Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur
- Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte
Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.
Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.