Okkur er annt um velferð og vöxt fólks og vinnustaða – og grípum því til stafrænna leiða til að þjóna okkar viðskiptavinum á óvissutímum. Hér bjóðum við úrval af okkar alþjóðlegu verðlaunavinnustofum í "live" fjarnámi hér heima - og bjóðum félagsmönnum Stjórnvísi sérstök afsláttarkjör.
Hlutverk okkar er að virkja framúrskarandi frammistöðu fólks og vinnustaða - og nú nýtum við tæknina sem aldrei fyrr. Við hlökkum til að vinna með ykkur á Fjarvinnustofum FranklinCovey næstu vikur.
- Stuttar „live“ lotur – þátttakendur taka þátt hvaðan sem er – heima og að heiman -
í 2 tíma í senn. - Einföld, aðgengileg og gagnvirk kennslustofa um einn hlekk – ekkert flækjustig.
- Efnistök sem þjóna farsælum vexti fólks og vinnustaða. Sniðið að viðfangsefnum verðandi og vaxandi leiðtoga á öllum stigum.
- Skemmtilegur hagnýtur lífstíðarlærdómur úr smiðju helstu háskóla og hugsuða heims.
- Kennslugögn send heim eða á vinnustað.
- 360° mat, snjallforrit og rafrænt ítarefni – um vefinn.
- Alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuous Education Units).
- Hagkvæmur, áhrifaríkur og verðmætur valkostur. Við bjóðum 5 þátttakendum á verði 4 frá sama vinnustað. Mörg stéttarfélög taka þátt í að niðurgreiða kostnað vegna fræðslu.
- Við bjóðum félagsmönnum Stjórnvísi að nýta afsláttarkóðann "Stjórnvísi" og fá 10% afslátt.
Nánari upplýsingar hér: https://franklincovey.is/event/