Ari Eldjárn - Nýársfagnaður Stjórnvísi haldinn í Marel 9. janúar 2025.

Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum.  Marel mun taka á móti okkur á nýárs fögnuðinum með glæsilegum veitingum, þar sem hægt verður að skála fyrir nýju ári og gæða sér að smáréttum. 

Dagskrá:

Anna Kristín Kristinsdóttir varaformaður Stjórnvísi og Software Engineering Manager í hugbúnaðarþróun hjá Marel opnar viðburðinn og býður alla velkomna.

Stefán Hrafn Hagalín formaður stjórnar mun fara örstutt yfir þema starfsársins Snjöll Framtíð og hvernig það er útfært. 

Þórhildur Þorkelsdóttir, Innovation Project Manager og Anton Heiðar Þórólfsson, XR & Simulation Technolgy Manager hjá Marel munu fjalla um hvernig Marel nálgast snjalla framtíð með nýtingu ýmissa tækni s.s. Myndgreiningar í gæðaeftirliti, viðhalda markaðsforskoti á vélum með nýrri hugbúnaðarþróun, notar hermun í vöruþróun og sýndarveruleika til að útskýra hvernig tæki og tækjalínur virka fyrir viðskiptavini.

Í lokin mun hinn eini sanni Ari Eldjárn einn vinsælasti uppistandari þjóðarinnar stíga á stokk með glænýtt grín úr Áramótaskopinu í bland við annað efni. Ari á langan og farsælan feril að baki og hefur einnig getið sér góðs orðs víða erlendis fyrir gamansýningar sínar. Árið 2020 varð hann fyrsti íslenski skemmtikrafturinn til að fá gamansýningu tekna til sýninga hjá bandarísku streymisveitunni Netflix en þætti hans Pardon my Icelandic var drefit á heimsvísu.

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Með kærri kveðju, Stjórn Stjórnvísi

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Lífshlaupið

Til að tengjast viðburðinum er hægt að smella hér .

Um hvað snýst Lífshlaupið og önnur almenningsíþróttaverkefni? Hvernig hefur gengið hjá vinnustöðum að taka þátt?

Linda Laufdal, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði, kynnir almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ með fókus á Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna en Lífshlaupið hefst einmitt í næsta mánuði.
Linda mun kynna verkefnin og fara yfir markmið og þátttöku. Almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ stuðla að því að auka hreyfingu og heilbrigði allra landsmanna og hafa fyrirtæki landsins verið ötulir þátttakendur.

Þórarinn Alvar þórarinsson, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði, tekur boltann eftir kynningu fyrir spurningar og hugleiðingar ef tími gefst til.

Hér má finna tengla á öll almenningsverkefni ÍSÍ.

Fundarstjóri verður Valgeir Ólason, Gæða og öryggisstjóri hjá ÍAV og fulltrúi í stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi.

 

Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum. Á fundinum fáum við sérfræðinga úr ýmsum áttum til að spá fram í tímann um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Hlekkur á Teams viðburð: https://teams.microsoft.com/meet/395106913932?p=BCK67SieGThLuS5c7V 

Umræðuvettvangur á Slido: https://app.sli.do/event/eS8NKN3hjFD2y41Rgi6HBd

Álitsgjafar

  • Dr. Helga Ingimundardóttir - Lektor í iðnaðarverkfræðideild, Háskóli Íslands

  • Tryggvi Thayer - Aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun á Menntavísindasviði HÍ

  • Róbert Bjarnason - Tæknistjóri, Citizens Foundation og Evoly

  • Hjálmar Gíslason - Stofnandi og framkvæmdastjóri, GRID

Fundarstjóri Gyða Björg Sigurðardóttir - sérfræðingur í gagnagreiningu hjá Orkunni og meðeigandi Ráður.

 

Nánari upplýsingar

Dr. Helga Ingimundardóttir

Helga hefur fjölbreytta reynslu úr hugbúnaðarþróun, vísindarannsóknum og kennslu. Hún lauk doktorsprófi í reikniverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Fyrri störf hennar fela í sér hugbúnaðarþróun hjá Völku, ráðgjöf hjá AGR Dynamics, vísindastörf hjá Íslenskri erfðagreiningu, gagnavísindi hjá CCP Games og forystu í gervigreindarrannsóknum hjá Travelshift. Frá árinu 2023 starfar hún sem lektor í iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands og situr í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís. Helga er einnig meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna.

 

Tryggvi Thayer 

Tryggvi lauk doktorsprófi í samanburðarmenntunarfræðum með áherslu á framtíðafræði í stjórnun og stefnumótun í menntun frá Háskólanum í Minnesóta. Hans sérsvið er upplýsingatækni í menntun og sérstaklega framtíð menntunar með tilliti til tækniþróunar. Hann hefur víðtæka reynslu úr menntageiranum. Á síðustu þremur áratugum hefur hann m.a. starfað sem sérfræðingur hjá Evrópusambandinu, leitt og tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði upplýsingatækni og menntunar og síðasta áratuginn á Menntavísindasviði HÍ sem verkefnisstjóri, kennsluþróunarstjóri og núna aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun í menntun.

 

Róbert Viðar Bjarnason 

Róbert er tæknistjóri Citizens Foundation og Evoly, fyrirtækis sem var stofnað í samstarfi við Citizens Foundation árið 2024 til að þróa opnar gervigreindar-lausnir fyrir samvinnu manna og gervigreindar. Róbert er frumkvöðull að uppruna og hefur stofnað og stýrt fjölmörgum tæknifyrirtækjum sem hafa haft veruleg áhrif á stafræna nýsköpun. Róbert leggur áherslu á gagnsæi, og betri ákvarðanir hjá fyrirtækjum og stofnunum.

 

Hjálmar Gíslason 

Hjálmar er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID, sem hefur umbreytt hvernig fyrirtæki og einstaklingar nálgast og vinna með gögn. Með ástríðu fyrir tækni og nýsköpun, hefur Hjálmar leiðbeint og byggt upp fyrirtæki sem nýta gagnadrifna nálgun til að bæta ákvarðanatöku og hagræðingu. Hann hefur verið virkur í þróun stafrænna lausna frá unga aldri og er þekktur fyrir sitt frumkvöðlastarf á sviði hugbúnaðar og fjölmiðla.

 

Gervigreind og upplýsingaöryggi - Að hverju þarf að huga og hvað þarf að varast?

Gervigreind er hluti af upplýsingaöryggislandslagi fyrirtækja hvort sem við viljum eða ekki. Allar skipulagsheildir þurfa að ákvarða hvernig skuli nota skuli gervigreind og gæti að þeim ógnum sem gervigreindin getur haft í för með sér. 

Við ætlum að fá Arnar Gunnarsson hjá Controlant til að halda erindi fyrir okkur um hvað er nauðsynlegt að huga að þegar fyrirtæki mótar sér stefnu varðandi gervigreind og líka hvað er er nauðsynlegt að varast þegar farið í þessa vegferð. Að loknu erindi Arnars verður tækifæri fyrir umræður og spurningar. 

Arnar er VP of Technology & Security hjá Controlant með um 20 ára reynslu í rekstri og hönnun upplýsingakerfa með sérhæfingu í upplýsingaöryggi. Arnar hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og var áður Innviðahönnuður Arion Banka og Tæknistjóri hjá Origo. Arnar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og er með fjölda af alþjóðlegum tækni og öryggisgráðum.

Join the meeting now

Þegar lager fer í öndunarvél

Undir árslok 2023 sameinaði Fastus starfsemi af 4 starfsstöðvum undir eitt þak. Ásta Rut Jónasdóttir deildarstjóri hjá Fastus verkefnastýrði flutningum félagsins í nýjar höfuðstöðvar m.a. þarfagreiningu og undirbúningi fyrir nýtt húsnæði ásamt eiginlegum flutningum. Farið verður yfir margvíslegar áskoranir sem fylgja því að flytja fyrirtæki og umfangsmikla lagera og þær fjölmörgu breytingar sem fylgja í kjölfarið.

 

Ásta Rut hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi, m.a. frá Actavis og Securitas en hún verkefnastýrði m.a. flutningi Securitas í nýjar höfuðstöðvar árið 2022.

Can your dreams improve your leadership skills? (yes they can)

Link to event

Join us for an enlightening and eye-opening presentation by Michael Rohde, a renowned dream scientist, best-selling author, and awarded speaker. Michael has dedicated his career to exploring the profound impact of dreams on our waking lives, particularly in the realm of leadership and personal development. Not the least the immense potential, proactively utilizing our dreams (our unconscious intelligence), has in our career.

About Michael Rohde:

Michael Rhode holds a Master of Science in International Business and a Bachelor of Psychology. He has a rich background in leadership roles within the pharmaceutical industry and has worked as a project management and leadership training consultant. In 2012, he founded DreamAlive, a company focused on teaching leaders and employees how to harness the immense power of dreams to enhance personal and professional growth. And not the least, to find highly creative solutions to business problems, as the dream state is the most creative brain state. 

Michael is celebrated for his engaging and insightful talks, which have inspired many to tap into their unconscious intelligence. His work has been featured in numerous media outlets, and he has been a charismatic host of "The Dream Mirror," a weekly national Danish radio show on dreams.

What to Expect:

In this presentation, Michael will delve into how your dreams can serve as a powerful tool for improving your leadership skills. He will share practical techniques for interpreting and leveraging your dreams to gain deeper insights into your subconscious mind, enhance decision-making, and foster innovative thinking. Whether you're a seasoned leader or aspiring to become one, this session will provide valuable strategies to unlock your full potential through the wisdom of your dreams.

Don't miss this opportunity to learn from one of the leading experts in dream work and discover how your nocturnal visions can transform your leadership journey.

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

Andleg og líkamleg heilsa starfsfólks

Hvernig geta vinnustaðir tryggt sveigjanleika til að hlúa að heilsu starfsfólksins?

Nánari upplýsingar síðar. 

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Hugljúfur febrúar

Lýsing kemur.

„Þróunargallar“ London Futurist

Ögrandi skoðun á því hvernig leitað er að árangurs til skamms tíma á kostnað langtímalifunar - þróunarkenndur "galli" sem útskýrir allt frá eitruðum vinnustöðum til loftslagsbreytinga.

Þetta gæti verið að hluta til lýsing á bókinni sem fyrirlesarinn, Kristian Rönn hefur nýlega gefið út. Bók hans ber titilinn The Darwinian Trap: The Hidden Evolutionary Forces That Explain Our World (and Threaten Our Future).rwinískir englar.

Sjá nánari upplýsingar. Skráning er nauðsynleg, Engineering Darwinian angels, with Kristian Rönn, Sat, Feb 15, 2025, 4:00 PM | Meetup

 

Eldri viðburðir

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

Hvað er framundan 2025 og horfum lengra?

Félagar okkar í London Futurist standa fyrir netviðburði laugardaginn 21 desember. Áhugaverð dagsskrá og áhugaverðar umræður um ólíkar framtíðir fyrir samfélög, á alþjóðavísu, fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ef þið hafið áhuga þá farið þið inn á vefslóðina Visions for 2025 and beyond, Sat, Dec 21, 2024, 4:00 PM | Meetup og skráið ykkur til þátttöku. Skráning er nauðsynleg. Frekari upplýsingar eru að finna á framangreindri vefslóð.

Snjöll verkstjórnunarkerfi

Google meeting hlekkur - smelltu hér til þess að tengjast kynningu

Í þessari kynningu fjöllum við um tækifæri í nýtingu gervigreindar í verkstjórnunarkerfum (e. work management system).  Kynningin er samstarf faghóps um aðstöðustjórnun og faghóps um gervigreind. Snjöll framtíð er þema Stjórnvísi í ár og hér horfum við á hvernig þessi kerfi geta orðið snjallari. Fyrirlesarar eru Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ, og Róbert Bjarnason, tæknistjóri hjá Citizens Foundation og Evoly. 

Hlutverk verkstjórnunarkerfa er að stýra upplýsingaflæði alveg frá því að kallað er eftir verki og þar til því er lokið. Það flæði getur innihaldið: mat á ábendingu, samskipti hlutaðila, skilgreining á verki, verkgögn, úthlutun verkbeiðnar,  úttektargögn og frammistöðumælingu. Verkstjórnunarkerfi er oft mikilvægasta tól aðstöðustjóra.

Fjallað verður bæði um sjálfvirka úthlutun verkbeiðna hússtjórnarkerfa við boð utan viðmiðunargilda en einnig um hvernig gervigreind gæti nýst við mat á ábendingum notenda, ástandsskoðun og skilgreiningu verka.

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Sjálfvirknivæðing innkaupa með stafrænu vinnuafli  

Linkur á fjarfund (TEAMS) 

 

 

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri hjá Evolv fer yfir tækifærin sem felast í sjálfvirknivæðingu með stafrænu vinnuafl á innkaupasviði fyrirtækja. 

 Hvernig snúum við okkur í sjálfvirknivæðingu á eins stóru og viðamiklu ferli og innkaupaferli fyrirtækja? Innkaupaferlið skiptist í fjölmörg undirferli sem henta misvel til sjálfvirknivæðingar. Hvernig hefjum við þessa vegferð og hvar eru tækifæri til hagræðingar?

Ásamt Eiríki, verður Kristín Þórðardóttir, IT og Data sérfræðingur hjá Brimborg, með innslag um vegferð Brimborgar, innleiðingu og ávinning af stafrænu vinnuafli. 

 Viðburðurinn verður haldinn í Grósku í salnum Fenjamýri. Gengið er inn á móti veitingastaðnum EIRIKSDOTTIR. Einnig verður streymi í boði á vefnum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?