Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu (fjarfundur)

Dagskrá funarins:

  • Kosning og hlutverk stjórnar
  • Yfirferð á dagskrá síðasta starfsárs

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt á fjarfundinum, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið steinunn@intellecta.is til að fá hlekk á fundinn.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu verður haldinn mánudaginn 8. maí klukkan 11:00 til 12:00 í gegnum Teams (hlekkur á fund).

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Í stjórninni er lögð áhersla á teymisvinnu þannig að vinnuálagi sé dreift jafnt á milli stjórnarmeðlima.

Þau sem vilja bjóða sig fram í stjórn, vinsamlega sendið tölvupóst á gudmundsdottir@unglobalcompact.org.
Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.

Innleiðing náms-og fræðslukerfa (LMS)

Click here to join the meeting

Á fundinum fer Baldur Vignir Karlsson yfir innleiðingu á náms-/fræðslukerfum og helstu atriðum sem þarf að huga að við undirbúning. Einnig fer hann yfir mikilvægi góðra samskipta við innleiðingu á LMS kerfum.

Baldur Vignir er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins RevolNíu, situr í stjórn Stjórnvísis og er verkefnastjóri innleiðingar nýs fræðslukerfis fyrir félagið. Hann hefur einnig veitt ráðgjöf varðandi eloomi til ýmissa fyrirtækja og var yfir innleiðingu eloomi á Landspítalanum frá 2019-2022.

 

Fræðslukerfið LearnCove, fræðslusafn Akademias og Brimskólinn

Join Zoom Meeting
https://us06web.zoom.us/j/88591727898?pwd=ZkVlSUtGRmF0NXBpbFBncGltSjQ0Zz09

Meeting ID: 885 9172 7898
Passcode: 427669
One tap mobile
+13462487799,,88591727898#,,,,*427669# US (Houston)
+13602095623,,88591727898#,,,,*427669# US

EKKI NOTA TEAMS HLEKKINN  - NOTIÐ HLEKKINN HÉR AÐ OFANVERÐU

 

Click here to join the meeting

Í þessu erindi kynnir Aðalheiður Hreinsdóttir íslenska fræðslukerfið LearnCove, Guðmundur Arnar Guðmundsson kynnir fræðslusafn Akademias og Pálmi Ingólfsson kynnir Brimskólann.

Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði Akademias í Borgartúni 23. Einnig verður hægt að nálgast hann rafrænt og verður tengill á viðburðinn sendur á skráða þátttakendur þegar nær dregur.

Dagskrá

Fræðslukerfið LearnCove
Aðalheiður Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri LearnCove, segir frá því hvernig LearnCove er notað í fræðslu, námskeið og ferla hjá rúmlega 40 fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum í dag. LearnCove styður stað- og fjarnámskeið, verkefnavinnu, spurningalista og fleira en sérhæfir sig í samtengingu fræðsluaðila og fyrirtækja.

Fræðslusafn Akademias
Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias, segir frá reynslu Akademias af því að vinna með tugum íslenskra vinnustaða. Hann mun deila þekkingu Akademias á hvernig vinnustaðir geta hámarkað árangur starfsmannafræðslu með LearnCove.

Brimskólinn
Pálmi Ingólfsson frá Brim kynnir að lokum sýn Brim varðandi nýjan fræðsluvef fyrirtækisins, Brimskólann.

Framtíðin er björt

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu

Boðað til aðalfundar faghóps um stafræna fræðslu.
 
Dagskrá fundar:

  1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  2. Kosning stjórnar
  3. Næsta starfsár
  4. Önnur mál

Áhugasamir hafi samband við Auði Hrefnu, s. 618-1040.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?