Aðalfundur Stjórnvísi sem jafnframt var stefnumótunarfundur heppnaðist einstaklega vel. Aðalfundinum var stýrt af miklum krafti af Guðmundu Smáradóttur og tók einungis 30 mínútur. Í framhaldi unnu félagar stefnumótun Stjórnvísi undir styrkri leiðsögn þeirra Fjólu Guðmundsdóttur og Sigurjóns Árnasonar.
Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, var kosinn formaður.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum
- Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi.
- Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Í aðalstjórn voru kosin til tveggja ára:
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík.
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Distica.
Halldór Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri Aflvéla.
Í varastjórn voru kosin:
Oddur Hafsteinsson, öryggisstjóri Þekkingar.
Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi Intra.
Fagráð: Óskað var eftir að allir þeir sem eru nú í fagráði haldi áfram til þess að klára vinnu við siðareglur félagsins og hafa þeir allir staðfest framboð sitt.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs ÁTVR.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.
Skoðunarmenn félagsins voru kosnir:
Runólfur Birgir Leifsson, fjármálastjóri Tryggingastofnunar ríkisins og
María Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Mentor.
Dagskrá aðalfundar