Hér má sjá myndir frá hátíðinni og link á streymið. Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í dag 15.febrúar í 13 sinn við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 eru: Í flokki yfirstjórnenda Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar tryggingafélags. Í flokki millistjórnenda Jóhann B. Skúlason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu-og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar. Og í flokki framkvöðla Stefanía Bjarney Ólafsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri AVO.
Frétt í Viðskiptablaðinu. Frétt á visir.is Fréttablaðið
Linkur á þakkarræður