Myndatexti: Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU , Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fimmta skipti í gær og afhenti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson verðlaunin við hátíðlega athöfn í Veisluturninum í Kópavogi. Rúmlega 50 stjórnendur voru tilnefndirhttp://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2014 . Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2014 eru Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU , Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Stjórnunarverðlaunin eru veitt árlega stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna og rökstyðja millistjórnendur, yfirstjórnendur og frumkvöðla í fyrirtækjum innan raða Stjórnvísi. Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs. http://www.stjornvisi.is
Hér má sjá myndir frá viðburðinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.647556965312257.1073741912.110576835676942&type=3&uploaded=35
http://www.vb.is/frettir/102949/
http://www.landspitali.is/Um-LSH/Frettir-og-vidburdir/Frettasafn/Frett/?NewsId=146933b4-aaa7-11e3-864a-005056be0005
http://www.or.is/um-or/frettir-og-tilkynningar/forstjori-orkuveitunnar-stjornandi-arsins
http://www.visir.is/stjornunarverdlaun-stjornvisi-afhent-i-fimmta-sinn/article/2014140319446
http://www.vb.is/frettir/102942/