Stjórnunareikningsskil: Hjálpartæki stjórnandans
Það eru til mörg hjálpartæki sem eiga að bæta ákvarðanatöku stjórnenda. Þessi tæki ganga undir ýmsum nöfnum eins og kostnaðargreiningar, frávikagreining, business analytics, balanced scorecard, lykiltölur og nú síðast big data analytics. Á íslensku er samheitið yfir þessi tæki og aðferðir stjórnunarreikningsskil, sem er þýðing á orðinu management accounting. Í raun fjallar þetta um að koma upplýsingum - bæði fjárhagslegum og ekki fjárhagslegum - á skipulögðu formi til stjórnenda.
Háskólinn í Reykjavík held morgunverðarfund þann 20. mars sl. um þróun stjórnunarreikningsskila á Íslandi. Um 60 fjármálastjórar og starfsmenn fjármáladeilda sóttu fundinn. Ræðumenn voru Prófessor Carsten Rohde fra Copenhagen Business School, Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group og Kristján Elvar Guðlaugsson fjármálasatjóri Ölgerðarinnar. Meginniðurstöður fundarins voru að staða fjármálastjóra er að breytast í takt við að eftirspurn eftir upplýsingum eykst í fyrirtækjum, stjórnendur vilja upplysingar í rauntíma, tól og tæki til upplýsingamiðlunar verða notendavænni og skilningur eykst á virði gagnagreininga. Fjármálastjórar verða í auknum mæli upplýsingasérfræðingar og ráðgjafar fremur en bókarar og eftirlitsmenn.
Árið 2008 - rétt fyrir hrun - gerði Háskólinn í Reykjavík rannsókn á stöðu stjórnunarreikningsskila á Íslandi. Rannsóknin leyddi í ljós að gerð og notkun stjórnunarreikningsskila á Íslandi var á skjön við það sem tíðkaðist í öðrum löndum. Háskólinn í Reykjavík hefur í ár fengið rannsóknarstyrk til að endurtaka þessa rannsókn til að komast að því hvort gerð og notkun stjórnunarreikningsskila hefur breyst eftir hrun.
Höfundur greinar:
Catherine E. Batt, rannsóknarstjóri
Páll Ríkharðsson, dósent
Háskólinn í Reykjavík
Viðskiptadeild