Herdís Pála tók framkvæmdastjóri mannauðssviðs RB tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun og hóf fundinn á að segja skemmtilega sögu af stjórnanda sem alltaf var viljugur til að taka að sér alls kyns verkefni sem samstarfsmenn komu með til hans en hvert verkefni var „einn api“. Þegar helgarfríið kom og hann var á leið heim í bílnum keyrði hann fram hjá golfvelli þar sem hann sá hóp fólks vera að spila golf. Hann leit öfundaraugum á fólkið og hugsaði með sér, það verður lítið um helgarfrí hjá mér með alla þessa vinnu framundan. Þegar hann leit nánar á hópinn sá hann að þetta voru allt samstarfsmenn. Hann fór því heim með alla apana með sér á meðan að hinir voru búnir að losa sig við þá. Herdís Pála sagðist sjálf hafa upplifað þessa tilfinningu áður en hún hóf nám í markþjálfun.
Einfaldasta formið við markþjálfun er að spyrja til baka. Hætta að vera að gefa öll svörin sjálfur heldur spyrja til baka og þá koma hugmyndir sem eru miklu betri. Einfaldleikinn skiptir mjög miklu. Herdísi Pálu fannst hún ná að setja saman kennaranámið sitt og MBA námið, nálgun við fólk og tól og tæki í markþjálfuninni. Með markþjálfuninni er spurt beinna spurninga, þú kemst fyrr að kjarnanum. Markþjálfunin nýtist við að ná sameiginlegri sátt eða sýn eða láta hópa stilla sig saman, Allt verður miklu strategiskara. Eitt form sem er mikið notað er að greina þ.e. hvert er verkefnið, vandamálið, áskorunin, það er hellings sigur unnin við það. Þá er miklu betra að finn leiðina, hvaða möguleikar eru í stöðunni. Allir glíma við að ná fókus. Er eitthvað sem hindrar okkur í að ná árangri. Oftar en ekki kemst fólk að því að það sem hindrar er maður sjálfur. Markþjálfun getur leyst svo margt vel. Í náminu lærði Herdís á mörg tól og tæki. Eitt er myndlíking þ.e. að að sjá myndlíkingar og sögur. Ef frammistaða er ekki nægilega góð er góð aðferð að segja dæmisögu t.d. um froskana. Fimm froskar sátu á trjádrumbi, þrír ákváðu að stökkva og hvað voru margir eftir? Fimm, því þessir þrír höfðu einungis ákveðið að stökkva en gerður það hins vegar ekki. Nota sögur. Ef starfsmaðurinn ákveður leiðina sjálfur er hann miklu meira til, ekki gefa lausnina heldur láta starfsmennina finna hana sjálfur. Hver og einn einstaklingur hefur svörin sjálfur. Þú veist þetta, enginn þarf að segja þér þetta, markþjálfinn hjálpar fólki að finna. Þú breytir eigin hegðun frekar ef þú ákveður það sjálfur.
Markþjálfun er gott að fara í með heilum deildum. Markþjálfun er ekki bara einn og einn. Hópurinn á að koma með tillögu hvernig á að gera og hverju á að breyta. ICF alþjóðleg markþjálfasamtök hafa gert rannsóknir á arðsemi þjálfunarinnar. 96% sem nýta sér markþjálfun ætla að gera það aftur. Ávinningurinn er svo mikill, rannsóknir sýna arðsemi.
Í ákveðnum aðstæðum þarftu að kalla til ytri markþjálfa vegna þess að það eru hagsmunaárekstrar. Stundum er kostur að hafa innri markþjálfa, Herdís Pála er oftar hrifin af ytri markþjálfun. Gott að hafa innri markþjálfun fyrir nýja stjórnendur. En í öðrum tilfellum ytri markþjálfun. Markþjálfun er ekkert endilega til að nota þar sem eitthvað er að heldur líka til að fókusera sig.
Einar Birkir framkvæmdastjóri hjá RB deildi reynslusögum af því hvernig er að nýta markþjálfun og sagði að það væri frábært að hafa mannauðsstjóra sem hefur farið í gegnum markþjálfun.