Stjórnir faghópa Stjórnvísi hafa sett fram drög að haustdagskrá félagsins sem við hvetjum félaga til að kynna sér. Smelltu hér https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kynningarfundur-med-stjornum-faghopa-stjornvisi til að kynna þér þá 60 viðburði sem þegar er búið að leggja drög að á haustönn. Einnig má sjá undir "ítarefni" frá Kick off fundinum þær glærur sem kynntar voru á fundinum.
Dæmi um fundi:
- Mikilvægi ferlaramma fyrir ferlaskráningu
- Mælanleg stjórnun - breyting lykilmælikvarða til að ná bættum árangri í stjórnun
- Mannauðsmál í ferlamiðuðu skipulagi
- Samtalið í stjórnarherberginu
- Konur og stjórnarhættir
- Stjórnarhættir og samfélagsábyrgð
- Kjölfar breytinga á ISO 9001
- Hugmyndafræði W. Edwards Deming
- ISO 55000 Eignastjórnun
- Lean 6 sigma
- Birgjamat og áhættustjórnun
- Framsetning gæðaleiðbeininga
- Kostnaðaráætlun
- Grunnatriði lean
- Umbætur í uppgjörsferli
- Þarftu að hafa Lean teymi?
- Að nýta sér rafræn mælaborð
- Fiskbein í greiningum
- Lean í opinberum rekstri
- Heilsuefling hjá Reykjavíkurborg
- Árangursrík starfsmannasamtöl
- Framsýn Menntun Nú
- Styrkleikamat einstaklinga og teyma
- Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og markmiðasetning fyrirtækja
- Gæðamál og samfélagsábyrgð
- Stefnumótun og innleiðing hjá Landsbankanum
- Click View
- Microsoft Stefnumótun og IT
- Árangursstjórnun byggt á þroskastigi árangursstjórnunar
- Áhrifavaldar á samskiptamiðlum
- Ánægðir starfsmenn - ánægðari viðskiptavinir
- Hvaða Ísland er verið að markaðssetja
- Hvaða máli skiptir kyn í auglýsingaheiminum o.fl.....