Í dag héldu faghópar um samfélagsábyrgð og sköpunargleði og nýsköpun fund í Arion banka um samfélagslega ábyrga nýsköpun í atvinnulífinu. Fundarstjóri var Einar Gunnar Guðmundsson hjá Arion banka. Einar setti fundinn og bauð Stjórnvísifélaga velkomna til fundarins og kynnti faghópana sem standa að fundinum. Einar hefur leitt þá vinnu sem Arion banki hefur verið að gera í frumkvöðlavinnu. Arion banki fjármagnar Startup Reykjavík og Startup Energy. Arion banki hefur verið virkur í að fjárfesta í sprotafyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðla. Bankinn vill stuðla að styrkara frumkvöðaumhverfi. Á síðasta ári voru umsóknirnar 240 en 10 komast inn. Arion vill sjá meira um fjárfestingar en styrki. Í heildina hafa þeir styrkt um 630 milljónir. Mentorar eru úr atvinnulífinu innlendir sem erlendir. Það er mikils virði fyrir þá sem taka þátt. En hvað fá teymin? Hlunnindi, fjármagn, sameiginlega vinnuaðstöðu, fundi með mentorum o.fl. Allt sem Arion banki er búinn að vera að gera hefur vakið athygli innanhúss sem utan. Núna er verið að gera það sama innan bankans fyrir bankann sjálfan. Ætla að vera sjálfum sér samkvæm.
Þegar kynningu var lokið bauð Einar Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóra fjárfestinga-og framleiðsluþróunar Alcoa velkominn. Kristinn hafði örstuttan inngang að Fjarðaáli. Alcoa leggur mikið upp úr hagsmunaaðilum að þeir njóti góðs af starfsemi fyrirtækisins. Mikil áhersla er á að starfsmönnum líði vel. Útflutningstekjur eru 95milljarðar króna í formi gæðaáls og álblandna. Um 33 milljarðar króna verða eftir árlega í landinu. Stór hluti þess er kaup á rafmagni frá Landsvirkjun. Starfsmenn eru orðnir 470 og eru 22% konur og 92% íslenskir ríkisborgarar. Frá árinu 2003 hefur tæpum 963 milljónum króana verið varð til stuðnings ýmsum samfélagsmálum í landinu, aðallega á Austurlandi. Öryggismál eru eitt af mikilvægustu gildum fyrirtækisins. Eitt af því sem fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á er mannlegi þátturinn þ.e. yfirsjónargildrur. Það er t.d. þegar starfsmaður er að koma úr fríi eða er að fara í frí. Teknir eru fyrir mannlegu þættirnir sem gera starfsmenn annars hugar og geta því valdið slysi. Þeirra áskorun er að fá starfsmenn til að hugsa sífellt um öryggismálin. Einnig leggur Fjarðaál mikla áherslu á að vinna sífellt að bættum árangri í lágmörkun á losun mengandi efna. Farið var í sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar þar sem fylgst er með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Verkefnið gengur út á að fylgst er með þróun vísa sem í flestum tilfellum eru tölulegir mælikvarðar sem gefa vísbendingu um þróun umhverfismála, efnahags og samfélags. Vísarnir eru meðallaun, fasteignaverð, útflutningstekjur, stofn heiðargæsa.
Næsti frummælandi var Sigríður Dögg Auðunsdóttir frá Inspirally sem er mjög nýtt fyrirtæki stofnað 2014. Inspirally er vettvangur fyrir konur þar sem hallar á konur eða samfélagslega ábyrgð. Markmiðið er að efla og styrkja konur og draga fram öflugar konur. Frábært að koma í gegnum Startup Reykjavík. Ramminn hentaði þeim vel, sérstaklega að hitta alla mentorana. Nýlega bættist Halla Tómasdóttir inn í hópinn og er Dögg Ármannsdóttir framkvæmdastjóri. Hugmyndin að Inspirally kviknaði fyrir ári síðan þegar verið var að skipuleggja afmælið. Ísland er í efsta sæti í World Economic Forum. Vilja auka samkeppnisforskot landsins á heimsvísu. Sigríður sýndi mynd af forstjórum Fortune 500, þar eru 5 konur. Varðandi fréttaflutning af fólki í viðskiptalífinu . Þegar nánar er farið í að skoða fréttamiðla þá segja karlar harðar fréttir á meðan konur fjalla um mjúku málin. Inspirally ætlar að koma Inspirally á kortið með stórri ráðstefnu sem haldin verður 18-19 júní 2015. „The Wealth in Women“. Markmiðið er að 70% ráðstefnugesta komi erlendis frá. Á að verða árlegur viðburður hér á landi með mismunandi áherslur. Markmiðið er að virkja bæði konur og karla, þau taki höndum saman. Markmiðið er að gera eitthvað gott fyrir samfélagið og byggja upp arðbært fyrirtæki um leið. Inspirally ætlar að byggja upp samfélagsmiðil. Viðskiptamódelið byggir á að halda viðburði um allan heim. Inspirally.com þar er hægt að selja auglýsingar. Síðastur á dagskrá var Ingi Rafn Sigurðsson annar stofnanda Karolina Fund sem sagði frá sjóðunu og þeirri hugmyndafræði sem liggur þar að baki.