Líðan starfsmanna er gríðarlega mikill forspárþáttur í mögulegri velgengi fyrirtækja. En hvað er á bak við líðan starfsmanna? Huglæg líðan er það hvað starfsmaður er að hugsa og velta sér upp úr og félagsleg líðan er hvernig samskipti starfsmanns er við aðra samstarfsmenn og virkni hans í félagssamskiptum innan vinnustaðar. Líðan starfsmanna hefur mikil áhrif á velferð og heilsu viðkomandi og er ráðandi þáttur þegar kemur að frammistöðu, afköstum og ábyrgð starfsmanns gagnvart starfi sínu. Starfsumhverfið hefur breyst mjög hratt með aðlögun að alheimsviðskiptum, aukinni samkeppni, hröðum vexti, samruna fyrirtækja og margt fleira. Þessar breytingar eru að hafa frekar neikvæð áhrif á líðan og heilsufar fólks. Samkvæmt rannsóknum er starfstengd streita, sem er bæði huglægur og félagslegur þáttur, eitt algengasta heilsufarsvandamálið innan vinnustaða í dag og algengasta orsök veikindafjarvista.
Áður fyrr beindist starf vinnuverndar aðallega að því að fyrirbyggja slys eða tjón í áþreifanlegu umhverfi starfsmanna. Í dag ber atvinnurekandi einnig ábyrgð á að gert sé áhættumat þar sem metnar eru aðstæður í vinnuumhverfi sem hafa huglæg og félagsleg áhrif á starfsfólk og starfsmannahópinn. Ágústa Björg forstöðumaður mannauðsmála hjá Sjóvá setti fundinn, bauð gesti velkomna og sagði frá framkvæmd matsins hjá Sjóvá og aðgerðum sem settar voru inn í kjölfarið.
Annar fyrirlesara fundarins, Ragnheiður Guðfinna, var veðurteppt austur á fjörðum en í hennar stað var mættur Guðmundur frá Vinnueftirlitinu. Ágústa fór yfir tölulegar staðreyndir frá Sjóvá, hlutverk, framtíðarsýn og vegvísa. Sjóvá hefur verið í samstarfi við Forvarnir og Streituskólann um sálfræðiþjónustu og áfallahjálp fyrir starfsmenn og viðskiptavini síðan 2007. Streituskólinn er þessi hlutlausi aðili og er samstarfið gríðarlega mikilvægt og töluvert notað. Regluleg þjálfun er um streitu og viðbrögð við áföllum. Skýr viðbragðsferill er í eineltis-og áreitnismálum sem er að finna í gæðakerfi félagsins. Boðið er upp á námskeið um tímastjórnun, viðbragðsteymi er starfandi sem tekur við ábendingum og kemur málum í farveg, virkir trúnaðarmenn eru á vinnustaðnum og eru niðurstöður vinnustaðagreiningar nýttar til úrbóta. Árlega er vinnustaðagreining sem mælir ánægju mjög hátt. Starfsánægja mælist með því hæsta hjá íslenskum fyrirtækjum, hæstu einkunnir eru gott viðmót samstarfsfélaga, umhyggja, stolt og skýrar væntingar í starfi. Auk þess mælist hátt traust til yfirmanns, endurgjöf á frammistöðu, upplýsingagjöf, hrós og fl.
En Sjóvá vill mæla meira og mælir því sálfélagslegt áhættumat. Það er mikilvægt fyrir okkur að vita hvaða áhrif þættir í starfsumhverfi okkar eru að hafa á andlega vellíðan, þ.m.t. starfsánægju og streitu segir Ágústa. Vel útfært sálfélagslegt áhættumat gefur okkur heildstæðari og dýpri mynd af stöðu mála en t.d. niðurstöður vinnustaðagreiningar. Sálfélagslegt áhættumat var lagt fyrir hjá Sjóvá í samvinnu við starfsmenn Forvarna í apríl sl. Rafræn könnun á heimasíðu Forvarna og tóku starfsmenn afstöðu til um 60 fullyrðing s.s. stjórnun, traust, skipulag starfs, fjölbreytni, nýtingu hæfileika, samskipti, álag, starfsanda, jafnvægi vinnu og einkalífs, álag, streitu og kvíða og starfsánægju. Niðurstöður matsins nýtast Sjóvá til að greina hvar þau eru að standa sig vel, hverjir eru mögulegir áhættuþættir, og hvar liggja tækifæri til að gera betur. Eftirfylgni skiptir miklu máli og aðgerðaáætlun byggð á niðurstöðum verður að fylgja. Einnig var tækifæri til að gera betur m.a. vegna truflunar í starfsumhverfi.
Niðurstöður voru kynntar fyrir öllum starfsmönnum og settar á heimanetið. Niðurstöður voru greindar niður á einstök svið til nánari aðgerða innan sviða vor 2015. Niðurstöður voru um margt líkar milli sviða en líka ólíkar áskoranir. Hvatt var til virkrar umræðu um matið og niðurstöður ræddar opinskátt, rætt um ábyrgð vinnustaðarins og ábyrgð hvers og eins á andlegri heilsu. Mikilvægast var að fá fólk til að hugsa um þessi mál og ræða þau. Síðan var haldinn streitufyrirlestur fyrir starfsmenn og heilsuvika verður haldin vorið 2016. Mesti ávinningurinn var að fá skýra mynd af málunum og hvað starfsmenn og stjórnendur tóku því vel. Tryggingarfélög eru alltaf að reyna að greina áhættu til að koma í veg fyrir tjón og þannig virkar sálfélaglega matið. Gríðarlega mikilvægt er að fá inn hlutlausa aðila til að mæla. Auðveldast til ná fram upplýsingum er að gera könnun til að ná fram umræðu. Vilji þarf að vera til staðar að ræða könnunina.
Þá tók við Guðmundur Kjerúlf, sérfræðingur á fræðsludeild Vinnueftirlitsins. Guðmundur kynnti markmið vinnuverndarstarfs. Árið 2003 var gerð krafa um að öll fyrirtæki ættu að gera áhættumat en þar þarf að kanna 1. Efnanotkun 2. Hreyfi-og stoðkerfi 3. Umhverfisþætti 4. Félagslega og andlega þætti 5. Vélar og tæki.
Eftir 10 ára reynslu sér Vinnueftirlitið að einn þáttur verði útundan þ.e. félagslegir og andlegir þættir. Vinnueftirlitið á góð gögn til að hjálpa vinnustöðum með þennan þátt. Áhættumat heitir öðru nafni: Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áhættumatið gengur út á að leita kerfisbundið að áhættu og gera úrbætur. Leitað er leiða til að gera ástandið ásættanlegt. Þetta þarf að gera skriflega og hafa tímasett. Gott til að hafa á bak við eyrað í áhættumati er 1. Fjölbreytni, er starfið fjölbreytt það er mikilvægt. 2. Sjálfræði, allir eru góðir í einhverju, leyfa fólki að njóta sín. 3. Sveigjanleiki þ.e. er sveigjanlegur vinnutími, fjarvinna. Öllu máli skiptir að báðir aðilar hagnist á sveigjanleikanum 4. Skýr verkaskipting 5. Hæfilegar kröfur, allir þekkja þegar of mikið er að gera sem er í lagi í ákveðinn tíma, mjög vondur mórall er þar sem lítið er að gera. 6. Stuðningur skiptir öllu máli, bæði frá stjórnendum og starfsmönnum, mikilvægt er að starfsmenn styðji hvorn annan og sýni kurteisi í samskiptum. Öll þessi atriði eru til að takast á við streituna og bakverkinn. Vinnueftirlitið gaf út gátlista fyrir nokkrum árum. Sérstakur vinnuumverfisvísir er 1. Tímaþröng, er hún langtíma er mönnunin ekki í lagi. 2. Mótsagnarkenndar kröfur/væntingar 3. Óljós forgangsröðun 4. Óljós verklýsing 5. Einhæfni 6. Eru slæm samskipti? 7. Lélegt upplýsingaflæði 8. Of lítill stuðningur frá stjórnendum og samstarfsmönnum 8. Lítið umburðarlyndi 9. Einelti og kynferðisleg áreitni. Í nóvember 2015 kom út ný reglugerð um einelti þar sem farið er ítarlega í hvað einelti er. Haldin er samevrópsk vinnuverndarviku. Hægt er að skoða efni á síðu vinnueftirlitsins.
Sálfélagslegt áhættumat og aðgerðaáætlun
Fleiri fréttir og pistlar
- Inclusive Design and Policy: Moving beyond compliance to create accessible environments in workspaces and public life that respect autonomy and dignity.
- Intersectional Experiences: How disability intersects with race, gender, class, and other identities, creating unique challenges and opportunities for equity in both professional and social settings.
- Representation and Leadership: The critical need for disability-inclusive leadership and decision-making in workplaces, communities, and societal institutions.
- Cultural and Systemic Change: How workplaces and societies can address ableism, promote belonging, and establish sustainable frameworks for inclusion in all areas of life.
Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.
Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum?
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.
Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.
Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.
Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá
Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!
Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri. Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina. Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja. Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári. Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms. Lísbet tók dæmi um ávöxtun hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.- 82,5% ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls. Í fræðslustefnu fyrirtækja er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins. Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á. Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar.
Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?
Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri. Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.
Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla. Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.
Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.