Ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins þann 3.maí fyrir næsta starfsár. Formaður Stjórnvísi 2017-2018 var kjörin Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingur hjá KPMG. Þórunn María hefur setið í stjórn félagsins sl. 3 ár og var formaður faghóps um lean til fjölda ára.
Eftirtalin voru kosin á aðalfundi 2015 til tveggja ára og sitja þ.a.l. áfram í stjórn næsta starfsárs:
- Jón Halldór Jónasson, fjölmiðlafulltrúi hjá Reykjavíkurborg.
- María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri hjá Vaka fiskeldiskerfum.
Eftirtalin voru kjörin í aðalstjórn:
- Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum.
- Gyða Hlín Björnsdóttir, verkefnastjóri MBA námsins í Háskóla Íslands.
- Jón S. Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá PROevents.
- Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri hjá OR.
Eftirtalin voru kjörin í varastjórn:
- Berglind Björk Hreinsdóttir, ráðgjafi hjá Attentus.
- Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri hjá Tollstjóra.
Eftirtaldir buðu sig fram í fagráð Stjórnvísi og voru kjörnir samhljóða:
- Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í Reykjavík (2016-2018).
- Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi (2016-2018).
- Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019).
- Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR (2016-2018).
- Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)
Skoðunarmenn voru kosnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi og sitja því áfram:
- Ásta Malmquist, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Landsbankans (2016-2018).
- Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins (2016-2018).