Aðalfundur Stjórnvísi var haldinn í dag á Bryggjan Brugghús.
Ný stjórn var kosin fyrir næsta starfsár.
Formaður Stjórnvísi 2016-2017 er Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi. Nótt var formaður 2015-2016 og sat áður í stjórn félagsins í 3 ár.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
Áslaug D. Benónýsdóttir, gæðastjóri hjá Gámaþjónustunni.(2015-2017)
Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Nolta.(2015-2017)
Þórunn María Óðinsdóttir, KPMG (2015-2017)
Í aðalstjórn til næstu tveggja ára voru kosnir:
Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania.
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.
María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Vaka, fiskeldiskerfa.
Í varastjórn:
Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Tollstjóra Íslands.
Guðný Finnsdóttir, sérfræðingur.
Kosið var í fagráð félagsins. Fagráð skipa eftirfarandi:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.(2015-2017)
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. (2016-2018)
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.(2015-2017)
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.(2016-2018)
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til tveggja ára:
Ásta Malmquist, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Landsbankans.(2016-2018)
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins.(2016-2018)