Neyðarþjónustan ehf var stofnuð árið 1988 af Jóni Hafsteini Haraldssyni og var lengst af staðsett við Laugaveg 168 í Reykjavík. Neyðarþjónustan sinnir almennri lásasmíði, lásaviðgerðum og hvers kyns neyðaropnunum - húsnæði, bílar og hirslur. Í versluninni eru seldar lásatengdar vörur - rósettur, snerlar, skrár, læsingar, hurðapumpur, öryggisskápar, öryggiskerfi, hengilásar og aðgangsstýrikerfi. Forritun og smíði bíllykla er stór þáttur í starfseminni. Einnig uppsetning, ráðgjöf og viðgerðavinna. Nýir eigendur tóku við fyrirtækinu 1.ágúst 2007. Haustið 2012 flutti Neyðarþjónustan flutti í glæsilegt 300 fm húsnæði við Skútuvog 11, Reykjavík með stórbættri viðgerðaaðstöðu innandyra. Á sama tíma var kerfislykladeild Húsasmiðjunnar keypt svo lyklakerfin sem Neyðarþjónustan hefur umsjón með eru orðin rúmlega 6000 talsins víðs vegar um landið. Fyrirtækið fagnar 27 ára starfsafmæli sínu árið 2015 og hefur því mikla reynslu á sínu sviði.
Neyðarþjónustan vill vera í fremstu röð á sviði bílaopnana og bíllyklasmíði og sérhæfir sig í smíði og forritun fjarstýringalykla fyrir langflestar bíltegundir - jafnvel þótt allir lyklar séu týndir.
Neyðarþjónustan leggur mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og vönduð vinnubrögð. Neyðarþjónustan vinnur eftir siðareglum ameríska lásasambandsins (ALOA). Allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar t.d. undir „Hafa samband“ flipanum hér á heimasíðunni. Ekki síður gott að fá hrós þegar við stöndum okkur vel.
Hjá Neyðarþjónustunni vinna aðeins lásasmiðir með hreint sakavottorð sem fá bestu þjálfun í boði hverju sinni. Lásasmiðir Neyðarþjónustunnar leggja metnað sinn að vera vel að sér á sínu sviði og fylgjast með nýjungum, enda örar tækniframfarir á hverju ári. Til þess að svo geti verið eru þeir duglegir að sækja námskeið í útlöndum og njóta góða af frábæru tengslaneti Neyðarþjónustunnar við aðra lásasmiði og samtök alls staðar í heiminum. Okkar lásasmiðir þurfa að hafa víðtæka þekkingu á nánast öllu sem snýr að lásum enda markaðurinn hér á landi ekki nógu stór til að hægt sé að sérhæfa sig of þröngt. Fyrir vikið verður starfið enn skemmtilegra og verkefnin fjölbreyttari.