Innleiðing viðskiptakerfa er samstarfsverkefni kerfisfræðinga og starfsmanna.
Þröstur Þór Fanngeirsson, deildarstjóri Oracle vörustýringar og fjárhags hjá Advania fjallaði um hvað ber að hafa í huga við innleiðingu nýs upplýsingarkerfis til árangurs á fundi faghóps um vörustýringu. Innleiðing viðskiptakerfa er samstarfsverkefni kerfisfræðinga sem skilja ekki reksturinn og starfsmanna sem skilja ekki kerfin,þar sem markmiðið er að ná sameiginlegum skilningi. Það eru níu atriði sem auka líkur á velheppnaðri innleiðingu. 1. Fáið stuðning æðstu stjórnenda, þeir þurfa að skaffa mannskap í verkefnið. Þeir gætu þurft að taka á sig auka vinnu eða fórna virkni til þess að klára verkefnið á réttum tíma. Það gæti þurft að hliðra öðrum verkefnum til að tryggja framgang þessa verkefnis. 2. Fagleg umgjörð. Það þarf faglega umgjörð til að halda utan um hvað þarf að gera. Það koma upp vandamál, taka þarf ákvörðun um hvernig þarf að bregðast við. Waterfall er klassísk aðferðafræði, greinir, hannar, innleiðir og ferð í loftið. Agile er svipað en hólfar niður í búta, hver og einn bútur er kláraður. Agile virkar ekki fyrir innleiðingu viðskiptakerfa þar þarf waterfall. Huga þarf að umgjörðinni. 3. Endurhönnun ferla. Mælt er með að ferlar séu endurskoðaðir. Eitthvað þarf að vera að til þess að hægt sé að réttlæta nýtt kerfi. Vont að fara úr fullkomnum heim í eitthvað annað. Minnkar líkur á „gamlakerfisheilkenninu“. Þá er verið að reyna að gera nýja kerfið allan tímann eins og gamla kerfið var. 4. Teymið. Mikilvægt er að taka sér tíma til að búa til gott verkefnateymi. Teymið þarf að skilja ferla fyrirtækisins og hvernig hægt er að leysa þá í nýju kerfi. Teymið þarf að geta séð stóru myndina. Vandamál munu koma upp og teymið þarf að geta tekið á þeim. 5. Haldið fólki upplýstu. Hugsið upplýsingagjöf í tengslum við verkefnið eins og markaðsherferð. Andstaða við breytingar er ein mesta ógn verkefnisins. Þó að það þurfi að selja verkefnið þá þarf að stýra væntingum. Þetta verður vont og síðan versnar það. 6. Vandamál. Það munu koma upp vandamál; það þarf að skipta út starfsmanni í teyminu. Mikilvæg virkni verður ekki til staðar til að byrja með. Í prófunum koma upp mikið af villum. 7. Í erfiðum verkefnum er mikilvægt að fagna til að halda uppi orkunni. 8. Þjálfun. Allt í einu er óvissa um hvernig eigi að sinna sínu daglega starfi. Ná ekki að afkasta nema broti af því sem þeir gerðu áður. Gera mikið af villum sem þeir kunna ekki að leiðrétta. Dæmi um tegund leiðbeiningar eru t.d. í kennslustofu í demó umhverfi, opnir tímar til að fikta, opnir tímar til að vinna með raun gögn. 9. Vita hvenær verkefnið er búið. Ánægja/tími. A. Verkefnið kynnt b. Nýjungarnar í kerfinu kynntar (kerfið er ræst) c. Daglega störf ganga hægar vegna kunnáttuleysis d. Það er ekki búið að leysa allar villur og það er erfitt að finna gömlu upplýsingarnar e. Kerfið farð að virka almennilega f. Ávinningurinn af kerfinu kemur í ljós.
Málið er með stærri kerfi að það þarf að skilja þarfirnar vel. Verkefnið er alls ekki að setja kerfið upp heldur að fá það til að virka. Það er gríðarlega mikið mál að taka nýtt kerfi í notkun. Nýtt kerfi er fínt svo lengi sem það er eins og það gamla. Mjög oft fara menn í að teikna upp allt sem var í gamla kerfinu, alla ferla, allar skipanir. En hvað á nýja kerfið að gera öðruvísi? Oft er umfangi heldur ekki stýrt.