Hefur þú uppfært LinkedIn vefslóðina þína ?
Þegar stofnaður er LinkedIn prófíll þá eru allskonar smáatriði sem notendur spá ekki mikið í. Eitt af þessum smáatriðum er hlekkurinn inn á prófílinn þinn.
Þegar þú stofnar aðgang þá gefur LinkedIn þér sjálfkrafa URL (sjá dæmi hér fyrir neðan). Þetta URL telst ekki mjög fallegt í framsetningu og er afar óhentugt ef þú ætlar að nýta slóðina á einhvern hátt.
Dæmi um slóð sem LinkedIn gefur þér
https://is.linkedin.com/pub/sigurdur-svansson/94/726/17b
Dæmi um slóð sem hefur verið löguð
https://is.linkedin.com/in/sigurdursvansson
Með því að uppfæra URL-ið verður auðveldara að finna þig á vefnum og þú lítur fagmannlegri út. Einnig kemur breytt slóð mun betur út, til að mynda á nafnspjaldinu þínu eða sem hlekkur með undirskrift í tölvupósti.
Ég tala nú ekki um ef þú ert í atvinnuleit, þá er mjög mikilvægt að ferilskráin innihaldi hlekk á LinkedIn. Breytt slóð hentar því einstaklega vel til að beina lesanda yfir á prófílinn þinn þar sem upplýsingar koma fram sem kannski ekki er hægt að koma fyrir á ferilskránni sjálfri.
Svona breytir þú slóðinni
Fyrsta skrefið er að fara inn á prófílinn þinn.
Næsta skref er að færa músarbendilinn á „View profile as“ og þar getur þú smellt á „Manage Public Profile Settings.
Þegar þú hefur smellt á „Manage Public Profile Settings“ dettur þú inná public prófílinn þinn þar sem þú getur breytt URL-inu.
ATH - Ef þú hefur verið að nota vefslóðina þá mun sú gamla ekki virka eftir breytingar. Þú munt því þurfa uppfæra slóðina á þeim stöðum sem þú hefur verið að nota hana (email, nafnspjald o.s.frv.)
Eins og þú sérð þá er einstaklega auðvelt að breyta LinkedIn slóðinni þinni þannig hún geti farið að nýtast þér betur bæði í persónulegum og/eða faglegum tilgangi.
Ég hvet þig því eindregið að uppfæra Linkedin slóðina og byrja nýta þér hana !