Á fundi faghóps um breytingastjórnun í morgun hjá Endurmenntun HÍ kom fram að rannsóknir staðfesta að 90% þeirra fyrirtækja/stofnana sem fara í sameiningar ná ekki þeim árangri sem þau ætla sér. Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu sagði að ástæða þess að breytingar takast ekki eru 1. Sameining er ekki nógu vel undirbúin 2.framtíðarsýn ekki nægilega skýr 3. Mælanleg markmið skorti 4. Áætlunargerð ófullkomin 5. Ekki gert ráð fyrir kostnaði við sameiningu.
Mikilvægt er að stofna samráðshópa sem leggja mat á ávinning sameiningar. Skýr markmið með sameiningu - oft að auka hagræðingu. Oft vantar að setja fram fjárhagsleg markmið með sameiningunni. Breytingar eru eins og að rata í gegnum völdunarhús. Þá kemur „Stefnuvitinn“ að góðu gagni. Stefnuvitinn gerir kleift að meta styrkleika og veikleika. Matið gengur út á að spyrja ákveðinna spurninganna. (stigagjöf 1minnst 10 mest) 1. Mannauður - ertu með rétta starfsfólkið hvað varðar hæfni og getu? Hefur það hvatninguna sem þar til að innleiða breytingarnar? Veit starfsfólkið af hverju breytingarnar eru mikilvægar?
Í breytingum eru 20% kyndilberar 20% skemmdarvargar og 60% grúppíur eða gagnnjósnarar. Markmiðið er að ná öllum í að vera kyndilberar. Passa þarf upp á að kyndilberarnir séu að fara í rétta átt. Það er alls ekki einstaklingsbundið hverjir eru kyndilberar. Stjórnendur þurfa að gæta sín á að setja orkuna í kyndilberana ekki orkusugurnar eða skemmdarvargana.
Fjögur atriði þurfa að vera til staðar 1. Skilgreindu af hverju er þörf á breytingum 2. Hvaða tækifæri eru í þessu fyrir starfsfólkið 3.Hvað er ætlast til af starfsfólkinu 4. Útvegaðu tækin og tólin sem þarf til að ná árangri. Því meira sem fólk fær að taka þátt í umræðu og hafa áhrif því ánægðara er það.
Mælingarnar eru ljósið sem vísar fyrirtækinu í gegnumvölundarhúsið. Þær segja hvert þú ert að fara og hvenær þú þarftað leiðrétta stefnuna. Skilgreina þarf stefnumótandi og rekstrarlega mælikvarða.
Það er oft sagt að mjúku málin séu hörðu málin. Breytingastjórnun kallar á 1/3 rökhugsun og 2/3 tilfinningar. E þú vilt að starfsfólk tileinki sér breytingarnar verður það að upplifa meiri ánægju en erfiði. Muna eftir fimm spurninga prófinu er eitthvað sem við ætlum að gera 1.meira af 2.minna af 3.halda áfram að gera 4. Hætta að gera.