Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun hélt í morgun áhugaverðan fund sem fjallaði um galdurinn við að skapa ánægjulega upplifun viðskiptavina. Margrét Reynisdóttir sagði frá nýlegri rannsókn sem sýndi að starfsgleði yfirmanna smitast til starfsmanna og starfsgleði þeirra opnar pyngjurnar hjá viðskiptavinum.
Sigríður Ólafsdóttir sagði okkur hvernig lærdómsmenning og liðsheild starfsfólksins hefur gefið þeim hæstu einkunn viðskiptavina allra HI-hostela í heiminum. Þau fengu 2 efstu sætin sem 4.000 hostel um heim allan keppa um.
Sigríður Snævarr útskýrði á líflegan hátt hvernig ástríðan er undirstaða ánægjulegra upplifunar viðskiptavina.
Dagskráin var:
"Galdurinn við að skapa ánægjulega upplifun viðskiptavina"
Margrét Reynidóttir, framkvæmdastjóri, Gerum betur ehf
-Er fræðilegt samhengi á milli starfsgleði og ánægjulegri upplifun ?
Margrét er höfundur 5 bóka um þjónustu og 6 þjónustumyndbanda um góða og
slæma þjónustu.
Sirra Sigríður Ólafsdóttir, rekstarstjóri Loft Hostel, Reykjavík City Hostel
og Reykjavík Downtown Hostel
-Hver er galdurinn við að skapa ánægjulega upplifun?
Sirra er nýbúin að taka við tvennum verðlaunum sem 3.000 Hi-hostel keppa um.
Sigríður Snævarr, sendiherra
- Tengir á léttan og skemmtilegan hátt fyrirlesturinn Ástríðuna fyrir
vinnunni við upplifun viðskiptavina.