Faghópur um stjórnun viðskiptaferla (BPM) hélt sinn fyrsta fund í dag þann 11.apríl kl.08:30-09:50 í Ölgerðinni. Á stofnfundinum var haldið erindi um grunnatriði í stjórnun viðskiptaferla (BPM), farið yfir dagskrána á næstunni auk þess sem óskað verður eftir 2 - 3 aðilum til viðbótar í stjórn faghópsins. Magnús Ívar Guðfinnsson formaður faghópsins stjórnaði fundinum og byrjaði á að heyra í félögum sem kynntu sig með nafni og frá hvaða fyrirtækjum þeir komu. Magnús fór yfir markmið faghópsins sem er að auka vitund og skilning meðlima á mikilvægi markvissrar stjórnunar viðskiptaferla fyrir fyrirtækið. Nú þegar eru 59 skráðir í hópinn sem er framúrskarandi móttökur. Áhugasamir aðilar eru hvattir til að skrá sig í faghópinn á slóðinni: http://stjornvisi.is/hopur/stjornun-vidskiptaferla
Í fyrirlestri sínum kom Magnús inn á að fæst fyrirtæki eyða miklu fé í að straumlínulaga ferla t.d. gerð kvartanaferla o.fl. Dominos er fyrirtæki sem er gott dæmi um flotta ferla þ.e. frá því þú pantar og þar til varan er afgreidd. Mikilvægt er að skrá niður ferla, með því eykst sýn og hægt að ræða betur um verkefnið. Einnig er mikilvægt er að njóta stuðnings framkvæmdastjórnar. Erfiðast við að fara í gegnum ferlavinnu er þegar viðhorf starfmanna er „að svona hafa hlutirnir alltaf verið gerðir“ til hvers að breyta?. Þegar búið er að skrá verkferla hefst nýsköpunin. En hvað eru ferlar? Endurteknar athafnir sem gerum með ákveðið markmið að leiðarljósi. Í hverju fyrirtæki eru ákveðnir grunnferlar. Magnús tók dæmi um virðiskeðju. Það skiptir svo miklu máli að spyrja fólk hvað því finnst og að hver og einn sé með í fyrirtækinu. Ferlarnir eru brúin á milli IT side, Business side og Processes. Mikilvægt að skoða ferlin eins og þau eru í dag, þá fyrst er hægt að besta ferlið og sjá hvar er hægt að gera betur. Að lokum var varpað fram hugmyndum að efni sem áhugavert er að taka fyrir á fundum næsta vetur hjá faghópnum. Hér má sjá myndir frá fundinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.662800823787871.1073741922.110576835676942&type=3&uploaded=11