Faghópur um umhverfi og öryggi vekur athygli á Forvarnarráðstefnu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri
Þann 2. apríl næstkomandi verður haldin opin ráðstefna um öryggismál og forvarnir fyrirtækja í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem slík ráðstefna er haldin norðan heiða. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að efla umræðu og miðla þekkingu og reynslu um öryggismál og forvarnir fyrirtækja, sveitarfélaga sem og stofnana.
Þetta er sameiginleg ráðstefna VÍS og Vinnueftirlits ríkisins sem hafa undanfarin 5 ár haldið sambærilega ráðstefnu árlega í Reykjavík við góðar undirtektir en 300 manns tóku þátt í síðust ráðstefnu.
Á ráðstefnunni á Akureyri verða flutt erindi er lúta að öryggismálum starsfmanna, vinnuslysum, eldvörnum fyrirtækja, öryggismálum lítilla fyrirtækja og umfjöllun um reynslu fyrirtækja og sveitarfélaga í að koma skipulagi á öryggismál sín.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að sem fyrirlesarar séu af Norðurlandi og munu þeir deila reynslu og þekkingu sinni í forvörnum fyrirtækja. Einnig mun ungur maður sem lenti í alvarlegu vinnuslysi ávarpa ráðstefnugesti.
Hér fyrir neðan er hægt að smella á vef-borðann til að sjá ráðstefnudagskrána og skrá sig til þátttöku.
Hvetjum alla að gera það tímanlega því það er takmarkaður sætafjöldi.
Smelltu á linkinn til að bóka þig:
http://vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/forvarnaradstefna-vis-a-akureyri-2014/