Sveinn V. Ólafsson, fagstjóri öryggisáætlana og umhverfismála hjá Samgöngustofu hélt í morgun fyrirlestur um mikilvægi og kröfur til stjórnkerfa í flugtengdum rekstri. Sveinn kom inn á gæðakerfi, áhættustjórnun, skipulag, ábyrgðarmenn og fl.
Flugumferðin er alltaf að aukast. Möguleiki er að reka flugleiðsögu skv. 9001 forskriftinni. Nú er að koma ný reglugerð um flugrekstur (Air Operations). ORO.GEN.200 Management system. Í reglugerðinni er rætt um stjórnkerfi (management system) ekki gæðakerfi. Þar er lagt fram eitt stjórnkerfi þar sem á að skilgreina ábyrgð, hver er í fyrirsvari fyrir viðkomandi málefni. Í ISO er alltaf talað um æðstu stjórnendur en í fluginu er alltaf talað um hver er í fyrirsvari (accountability). Samgöngustofa er yfirleitt i sambandi við gæðastjóra, tæknistjóra og flugrekstrarstjóra en ekki þann sem er í forsvari. Í reglugerðinni sem tekur gildi 8.apríl er mikil vinna í gangi núna. Öryggisstjórnunarkerfi gengur að finna hættur, tilgreina þær og afgreiða þær á þann hátt að hægt sé að lágmarka hættuna af viðkomandi hættu. Krafa er um að greina ferlin.
ISO er alltaf að hugsa um viðskiptavininn. Flugið hugsar um öryggið ekki gæðin við viðskiptavininn, það er í höndum annarra. ISO 9001 er með þetta allt en ekki risk management. Í reglugerðinni er alveg skýrt að accountable manager er eigandinn ekki gæðastjórinn. Gæðastjórinn er að monitora.
Hér má sjá myndir af viðburðinum:
Stjórn faghóps um ISO þakkar Sveini V. Ólafssyni fyrir áhugaverðan fyrirlestur og Staðlaráði Íslands fyrir frábærar móttökur og gott kaffi.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.643874502347170.1073741910.110576835676942&type=3&uploaded=14