Á opnum umræðufundi faghóps Stjórnvísi um Lean fjallaði Aðalheiður Sigursveinsdóttir um af hverju aðferðafræði markþjálfunar styður við innleiðingu straumlínustjórnunar. Að loknum fyrirlestri Aðalheiðar urðu almennar umræður þar sem fjölmargir deildu sinni reynslu í þessum efnum.
Markþjálfunin og Lean byggja á þeirri hugsjón að fólkið sjálft sé með lausnirnar. Alltaf er verið að fá fram það sem fólkið sjálft veit. Markþjálfun er sérhæfð samtalstækni sem m.a. er hægt að nýta í Lean. Fókusinn er alltaf á ánægju viðskiptavina, virkri stjórnun, Saman mynda virk stjórnun, skilvirkni, stöðugar umbætur og stöðlun lærdómsfyrirtæki. Varðandi stjórnunina er markmiðið að allir viti hvert er verið að stefna og hvert er hlutverk hvers og eins. Stjórnunin er virk, daglegir fundir og regluleg endurgjöf. Varðandi skilvirknina þá eru virðisstraumar í forgrunni og flokkun aðgerða. Varðandi stöðlunina þá eru verklagsreglur, vinnulýsingar og vottun. Sveigjanlegt fyrirtæki sem er samt agað. Allt þetta myndar menningu þar sem hugmyndin gengur út á að virkja starfsmenn Það hafa allir áhrif og allir skipta máli. Farið er í gegnum fjóra fasa. Plan-Do-Check-Act (aðlögun-greining-prófun-umbætur. Hlutverk stjórnandans er mjög skemmtilegt. Það er sameiginleg sýn, stjórnandinn er til staðar, varpar spurningu á móti spurningu, (ekki koma með svar þegar starfsmaður spyr heldur spyrja á móti), vera fyrirmynd. Það mikilvægasta sem sést í Lean er að það er eitthvað breytt við stjórnandann. Stjórnandinn er líka áhugasamur. Þetta er einfalt en það er flókið. Hvað fær okkur til að hungra í árangur og við sjáum hlutina með ólíkum hætti. Það þarf að breyta, Það sem skiptir öllu máli þegar verið er að vinna með fólki er að læra að skilja fólkið, búa til farveg fyrir hvern og einn.
En hver er munurinn á markþjálfa og leiðtoga? Hlutverk leiðtoga er að kynna sýnina sem hann er kominn með. Markþjálfinn er aldrei með fyrirframgefna sýn. Markþjálfinn hjálpar til að taka á stöðunni. Markþjálfinn er hlutlaus, það er það dýrmætasta en jafnframt viðkvæmasta sem markþjálfinn hefur. Munurinn á markþjálfun og stjórnunar-/rekstrarráðgjöf, stjórnendaþjálfun er mikil. Markþjálfun er sértæk aðferð til að gera einstakling hæfari til að setja sér markmið, ná árangri og vinna að eigin breytingaferlum. Innri markþjálfunarráðgjafar henta ekki í efsta lag fyrirtækis en þeir henta vel með millistjórnendum. Innri markþjálfun er líka með ólíkar dýptir.
Umræður urðu um hvað Lean er. Aðferðafræðunum er beitt út um allt en ekki endilega kallaðar Lean. Margir horfa á Lean sem cost-cutting en Lean er svo miklu meira en það. Hjá sumum fyrirtækjum er markþjálfun nýtt en hefur ekkert að segja stundum. „The hunter gets captured by the game“. Einfaldasta stjórnunarráðið 1. Verkefni 2. Hvernig á að gera það 3. Árangur. Stundum tekur aðferðafræðin yfir. Hlutverk stjórnandans er að gera sér grein fyrir að hann er ekki alltaf með svörin og hann verður að bera virðingu fyrir skoðun annarra. Lean snýst um að virkja starfsmenn.
Allir sem eru að velta fyrir sér innleiðingu á straumlínustjórnun og þeir sem eru lengra komnir ættu ekki að láta þennann viðburð framhjá sér fara.
Fyrirlesari:
Aðalheiður Sigursveinsdóttir (MBA) er ráðgjafi í straumlínustjórnun og markþjálfi hjá Expectus og vann áður í þrjú ár við innleiðingu á straumlínustjórnun hjá Arion banka. Aðalheiður hefur starfsreynslu sem sérfræðingur, verkefnastjóri, rekstrarstjóri,gæðastjóri og stjórnandi. Meðal fagsviða sem Aðalheiður hefur starfað við eru þjónustustýring, rekstrarstýring, gæðastjórnun, markaðsmál, straumlínustjórnun (Lean Management) og stjórnendamarkþjálfun. Aðalheiður situr í stjórn Lean faghóps Stjórnvísi.
Opni háskólinn í HR
Menntavegur 1, 101 Reykjavík