Er kannski öllum sama? - Ábyrg markaðssetning

Faghópar um samfélagsábyrgð og þjónustu- og markaðsstjórnun héldu fund í morgun þar sem flutt voru þrjú spennandi erindi um markaðsmál og samfélagslega ábyrgð. Fundurinn bar yfirskriftina „Er kannski öllum sama? - Ábyrg markaðssetning. Gunnar Thorberg eigandi Kapals markaðsráðgjafar var fyrsti fyrirlesari dagsins. Gunnar Thorberg er reynslumikill markaðsráðgjafi og starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi á sviði viðskipta, stefnumótunar, uppbyggingu vörumerkja og markaðssetningar. Auk þess sinnir hann kennslu í helstu háskólum landsins með áherslu á viðskipti og markaðssetningu á stafrænum miðlum. Gunnar sagði að heimurinn sem við byggjum í væri skrítinn heimur, hann er „kaos“. Þegar farið er í nýtt verkefni er alltaf erfiðast að byrja og taka ákvörðun um hvað eigi að gera næst. Gunnar fjallaði um innganginn að stefnumótun:

Stefnumótun er langtímaáætlun með það að leiðarljósi að finna út hvert fyrirtækið er að stefna og hvernig best sé að ná því markmiði. Stefnumótunarvinnan skiptir gríðarlega miklu máli. Hvernig aðgreina fyrirtæki sig? Þegar unnið er með vörumerkjaísjakann þá er leitast eftir því að móta stefnu fyrir vörumerkið. Staðan er greind og stefna mótuð út frá greiningu sem mun nýtast öllum þeim sem hafa eitthvað með vörumerkið, kynningarmál og mótun markaðsefnis og markaðssetningar að gera. .
Hver erum við og hvað ætlum við að segja(uppruni). Fyrir hvað stöndum við og hvernig segjum við það (persónuleiki). Hvert ætlum við(sýn) Hverjir eru kostir vörumerkis og hverjir eiga erindi við okkur (eiginleikar) Hvernig komumst við þangað(ásýnd).
Greiningarferlið skiptist í tvennt, felur í sér greiningu á ytri og innri þáttum, styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum. Gunnar er hrifinn af SOSTAC módelinu en það greinir aðstæður, markmiðasetningu, strategiu, staðfestu, aðgerðaráætlun, hvernig geta allir miðlarnir okkar talað með sama hætti. Inni í fyrsta ferlinu er markhópar og samkeppnisgreining. Markmiðasetningin okkar er: sala, þjónusta, samskipti, sparnaður og mörkun(branding). Þegar allar kindur eru hvítar, hvernig getum við þá aðgreint þær. Þættir sem hafa áhrif á viðhorf og fyrir hvað vörumerkið stendur. Uppruni, hverjir standa að fyrirtækinu, hvað gerum við, hverjir eiga erindi við okkur. Eiginleikar: af hverju að velja okkur vs eitthvað annað, hvað aðskilur okkur frá öðrum, af hverju að eiga viðskipta við okkur. Persónuleika vörumerkisins - hvernig komum við honum á framfæri? Hvernig er vörumerkið og hvernig er það ekki. Vörumerkið sem manneskja. Kyn, aldur, hegðun viðhorf, innræti, lýsingarorð o.s.frv. Hver eru gildi fyrirtækisins? En hver vill ekki vera heiðarlegur, traustur o.s.frv. það er gott að hafa eitthvað að leiðarljósi en hver sem er getur sagt þetta á við mig. Persónuleiki er skemmtilegri en gildi því hann segir meira um eiginleika fyrirtækisins. Finnum rödd fyrirtækisins, reynum að finna persónuna sem er okkar.
Af hverju persónur? Hjálpar til við að átta sig á hver við erum og hinsvegar hver viðskiptavinurinn er með það að markmiði finna út sameiginlega þætti sem skapa ávinning eða auka virði okkar á milli (shared values). Hvetja til samtengingar. En hvað er virði? Gunnar fjallaði um verkefni sem unnið var fyrir iStore á Íslandi. Meðfylgjandi er brot úr samtali við iStore: (Kapall) Hver er varan? (iStore) Seljum allar tegundir af Apple vörum ásamt miklu úrvali af aukahlutum. Markmið er að veita bestu þjónustu og góð verð. (Kapall) Hvert er verðið miðað við aðra samkeppnisaðila? (iStore) Sama verð, hátt þjónustustig og eigið verkstæði. (Kapall) Hvernig er starfsfólkið. (iStore) Við komum til dyranna eins og við erum við erum nördar í jákvæðum skilningi og sprellum. Við viljum hafa vinnudaginn skemmtilegan, á öskudaginn er alltaf skemmtilegt, þá njótum við þess að vera í leynibúningum í vinnuiStore eru í leynibúningnum í vinnunni en eru í sjálfu sér ofurhetjur.

Kristján Gunnarsson, eigandi og ráðgjafi hjá Kosmos & Kosmos sagði frá því að hann vildi reyna að svara spurningunni: Hefur sterkur fókus á samfélagslega ábyrgð í öllum aðgerðum áhrif á markaðsstarf og viðurkenningu á markaði? Kosmos & Kaos hefur verið framarlega á sviði vefhönnunar, vefþróunar og stafrænnar markaðssetningar. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og er virkur meðlimur í FESTU, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Langflest fyrirtæki eru að plástra utan frá samfélagsábyrgð á meðan að ný fyrirtæki geta haft þessa hugsun með frá upphafi. Kosmos og Kaos eru með sterkan fókus á samfélagsábyrgð. Í samningum, fréttatilkynningum og alls staðar minna þeir á samfélagsgildin sín. Þeir gefa ekki út 100 reglur en finnst þetta snúast um að hafa þetta í DNA-inu í fyrirtækinu. Ýmsar aðgerðir hafa komið þeim á óvart, t.d. að fækka fundum þar sem þarf að ferðast. Þess vegna halda þeir fundi í dag í gegnum web-cam. Báðu alla að nefna 5 atriði sem þeir sem starfa hjá fyrirtækinu eru afskaplega ánægðir með eitthvað sem fyrirtækið hefur gert. Í framhaldi voru gefin eplatré á leikskólana. Þeir eru með ruslatunnu fyrir utan vinnuna og hringja þegar hún er full. Starfsfólk fer heim með ruslið sem það kemur með. Kosmos og Kaos hefur tekist vel upp í að laða til sín gott starfsfólk. Hluti af því að vinna hjá fyrirtækinu er sú ímynd sem þeir hafa skapað sér. Kosmos og Kaos eru með hamingjustefnu og fjölskyldustefnu og fá mikið hrós fyrir. Þeir breiða líka út boðskapinn og mæta til að kynna hann.

Rakel Garðarsdóttir, annar tveggja höfunda bókarinnar Vakandi veröld fjallaði um hvort neytendur létu sig samfélagsábyrgð fyrirtækja varða og þá hvernig og einnig um tengsl markaðssetningar og ábyrgra neyslu- og viðskiptahátta. Rakel fjallaði á áhugaverðan hátt um matarsóun og hve alið væri á ótta þ.e. skorti á vörum. Hún talaði líka um hve mikilvægt það væri að hafa góðar fyrirmyndir. Virkilega áhugaverðar umræður sköpuðust í lok fundarins.

Fleiri fréttir og pistlar

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?