Faghópur um viðskiptagreind hélt í morgun fjölmennan fund í Innovation House um Big data - eða gagnagnótt eins og það heitir á íslensku. Tveir áhugaverðir fyrirlesarar voru fluttir.
Páll Ríkharðsson, ráðgjafi hjá Herbert Nathan og Co og kennari við HR flutti fyrsta fyrirlesturinn. Stjórnandinn þarf að vita hvað er í gangi til að geta tekið betri ákvarðanir. Við höfum bókhalds, innkaupa, framleiðslukerfi o.fl. kerfi þar sem notaðar eru töflur. Í gagnagnóttinni eru við að horfa á hvernig heimurinn mun líta út á morgun, nota tölfræðileg líkön. Við erum að skoða það besta sem við getum gert. Það er ósk eða þróun sem drífur þetta áfram. Þegar verið er að tala um gögn þ.e. okkar gögn sem við skráum um það sem við erum að vinna í. Í dag koma gögn frá umhverfinu en ekki bara frá okkar fyrirtæki, þetta er gagnavæðing. Í dag eru búin til 1,8Zbite af gögnum á dag. Þetta er ótrúlegt magn. Gagnamagn ipadana gæti byggt brú til mars. Stöðugt eru skráðar upplýsingar. Mindflex er kúla sem þú stjórnar í gegnum heilann. Fjarstýring sjónvarpsins á eftir að tengjast heilanum í framtíðinni. Það kostar ekkert að finna gögn í dag. 1966 kostaði það mjög mikið. Einhvern tíma mun geymsla gagna ekki kosta neitt. Núna er MIT að skoða hvernig hægt er að geyma gögn í steini. Skráð er hvernig veður breytist frá sekúndu til sekúndu. Gögn í dag eru í myndformi og mun vaxa. Kauphegðun neytenda verður metin eftir andlitum. Myndavélar mynda andlit þeirra sem horfa í glugga og fara síðan inn eru síðan skilgreint þ.e. leitað að hvaða vöðvar bregðast við og eru greindir þegar fólk kaupir. Viðskiptafræðingar ættu að vera meira í analytics. Það skapar árangurinn í framleiðslufyrirtækjunum. Skemmtilegt fyrirtæki sem spáir fyrir um kauphegðun: http://www.meteolytix.de/start/start.php Annað fyrirtæki sá að þeir sem setja inn umsókn um lán allt í hástöfum eru líklegri til að greiða ekki af lánunum. Það sem er sameiginlegt með öllum gögnum er að tengja gögnin saman. Fáum ytri gögn og tengjum þau saman við innri gögn. Þá er verið að tala um gagnagæði. Eftirlit er einnig að breytast. Danski skatturinn fylgir munstri og skoðar fyrirtæki sem fylgjast slíku munstri. Eftirlit er farið að byggjast á munstri. FME vill fá öll gögn efir SPL staðli, allt er rafrænt hjá þeim í dag. Það er til þess að geta borið saman. Expectus er með rauntímaeftirlit hvort það eru að gerast villur í rauntíma. Kerfið sýnir hvort villa er í gangi eða hvort sölumaður er að gefa of mikinn afslátt. Allt er að færast í rauntímaeftirlit. En hverjar eru áskoranirnar í dag. Það er tæknin undir gagnagnóttinni. Það er ný tækni og nýjar áskoranir. Kunnáttan er ekki bara tæknikunnátta heldur viðskiptafræðileg kunnátta. Ákvarðanataka sem verður betri vegna þess tækni og viðskipti koma saman. Skilningur stjórnenda felast í tækifærunum að nota gögn til að taka betri ákvarðanir. Þau líkön og gögn eru nýrri tæki og tól og þann skilning vantar enn þá.
Grímur Tomasson hjá noSQL flutti næsta fyrirlestur. Hann fjallaði um verkfærin til að vinna úr gögnunum. En hvað er noSQL gagnagrunnur? Ekkert skilgreint skema er hvað er í gögnunum eða hvaða gildi. Viðmótið noSQL er notað ofan á aðra gagnagrunna. CAP Theorem. Allir sem lesa gögnin fá nýjustu útgáfu af gögnum. Hvenær notum við noSQL gagnagrunn? Ef gögnin eru mjög stór, ef grunnurinn hentar gögnunum.