Síðasta fundur ársins var haldinn í dag í ÁTVR. Sá fundur var á vegum faghópa um breytingastjórnun og samfélagslega ábyrgð og var vel sóttur. Vel var tekið á móti Stjórnvísifélögum með glæsilegum og meinhollum morgunmat og allir leystir út með gjöf sem er margnota poki ÁTVR, nýtt átak í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins.
Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Hagvangi flutti fyrsta erindið á fundinum. Þar sem jólin eru sögutími hóf Sigurjón erindi sitt á sögunni af Hrein og Hring sem eru höfðingjar í sinni sveit og fólkið í sveitinni lítur upp til þeirra. Það sem er framundan hjá þeim er stórafmæli og þegar höfðingjar halda afmæli þá ræddi Hreinn fyrst við konuna sína og fjölskyldu og setti saman hóp. Niðurstaða hópsins var að halda afmælið snemma sumars þar sem það hentar bændasamfélaginu og bjóða með góðum fyrirvara. Ábendingar komu um að færa afmælið til helgarinnar á eftir og gerði Hreinn það og hélt magnað afmæli sem hafði góð áhrif á marga og samfélagið stækkaði, samfélagið bættist og styrktist. En Hringur gaf það út að hann ætlaði að halda afmæli og sagði fólki að það ætti að koma. Hringur gerði ekkert meira og fólk beið eftir afmælinu. Ýmist frestaðist hjá fólki því þessu fylgdi óvissa. Samfélagið gliðnaði og fór að leysast upp. Áhrifin voru mjög misjöfn. Að halda afmæli er breytingastjórnun því það breytir svo sannarlega lífi fólks. Fólk tekur daginn frá. Við verðum að tala skýrt og hvetja fólk á leiðinni. Skilaboðin eru: Sá sem er mjög sterkur verður að vera mjög góður“. Lína langsokkur.
Næsti fyrirlesari var Kjartan Sigurðsson sem fjallaði um hvað samfélagsábyrgð er og hvernig hún tengist breytingastjórnun. Margir setja sama-sem merki á milli CSR og breytingastjórnunar í fyrirtækjum. CSR- hvað er nú það? Áhugaverð þróun frá því um miðbik síðustu aldar og fjallar um hvernig fyrirtæki geti haft áhrif á samfélagið og hvort þau beri einhverja ábyrgð. Eiga þau að vera óháð lagaumhverfi og því að vera bundin þéttri áætlunargerð. Upp úr 1970 fór að bera á mýkri áherslum og farið var að skoða hlutina meira út frá réttindum. En er skynsamlegt að regluvæða CSR? Upp úr 1980 var umræðan kröftugri og fyrirtæki fara að sjá þetta sem strategiu. Að sjálfsögðu eiga fyrirtæki að fara eftir lögum og reglum. En hvað halda stjórnendur um CSR? Um 50% telja að það sé eðlilegt og það skapi fyrirtækjum sérstöðu á markaði, 20% telja CSR hafa enga sérstaka merkingu og 20% telja þetta algjörlega peningasóun. Það er í rauninni ekki búið að koma upp með neina eina skilgreiningu á hugtakinu en það eru margar skilgreiningar til í fræðaheiminum. Kjartan telur að hugtakið eigi að vera vítt skilgreint. Samfélagsleg ábyrgð á að vera „flexible“ því þá verður einsleitni á markaðnum og fyrirtæki munu þá aldrei ganga lengra en lög og reglur gera ráð fyrir. En staðlar eru frábærir CSR er ekki staðall. Fyrirtæki sem innleiða samfélagslega ábyrgð eru svo sannarlega að gera eitthvað og skapa jákvæða ímynd innan við og út á við. Þegar fyrirtæki taka ákvörðun um samfélagslega ábyrgð eru þau að gera meira en lög og reglur gera ráð fyrir og eru að efla samkeppnishæfi sitt. Það er dýrara t.d. fyrir álfyrirtæki að innleiða samfélagsábyrgð en tæknifyrirtæki. En hvernig eiga breytingar sér stað? Í gegnum samskiptaleiðir fyrirtækisins, til að ná fram breytingum þarf að efla samskiptin innan fyrirtækisins. Fólk þarf að tala saman í lausnum og skapa traust. Þegar samskipti og traust ríkir skapast virðing. Það er mikilvægt að stjórnendur geti sýnt starfsmönnum sínum virðingu. Kjartan nefndi dæmi um lítið fyrirtæki sem hann er að vinna með í Danmörku. Þegar fyrirtæki hefur byggt upp öflugt kerfi og skilgreint hlutverk fólksins, strúktur, innri ferla, hvernig unnið er með viðskiptavinum. Þeir komust að því að nauðsynlegt væri að skoða hvað væri verið að gera, hvað væri í pípunum, hvað væri framundan. Skoða þarf hvar fyrirtækið vill leggja sig út, hvar vill ft. nálgast viðskiptavininn. Ákváðu að byggja upp út frá viðskiptavinunum. Starfsfólkið kom með hugmynd að ferli. Þú finnur viðskiptavin, hittir hann, kynnir hvað þú hefur fram að færa. Þú vilt búa til upplifun sem hefur skírskotun til samfélagslegrar ábyrgðar. Í gang fer vöruhönnun og að öll verkefni séu sjálfbær, þ.e. að hún gagnist öðrum. Rauði þráðurinn er brain-storming og eitthvað verður til. Vera í ríkum samskiptum við viðskiptavininn. CSR - Samfélagsábyrgð er því grundvallarhugtak þegar stjórnendur takast á við breytingar. Hagaðilar eru allir þeir sem koma að fyrirtækinu með einum eða öðrum hætti innan sem utan. Innleiðing snýst alltaf um fólið í fyrritækinu þegar allt kemur til alls. Öll fyrirtæki geta innleitt breytingar því fyrirtæki eru eins og fólk. Öll fyrirtæki geta breytt og hafa sömu tækifæri en nálgunin er mismunandi. Þú eykur samkeppnishæfi þitt með samfélagslegri ábyrgð. . Stefnan þarf að vera gagnsæ. Global Reporting Initative er gríðarlega gott tól.
Stefna ÁTVR er skýr varðandi samfélagslega ábyrgð. ÁTVR starfar með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi og vinnur gegn skaðlegri notkun áfengis og tóbaks. ÁTVR vill tryggja að aldursmörk til áfengiskaupa séu virt. ÁTVR vill vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks. Fyrirtækið er aðili að UN Global Compact og er u ársskýrslur 2012 og 2013 skv. GRI og COP. GRI . Þau fókusa á samfélagslega ábyrgð í aðfangakeðjunni. Vörur sem þeim eru boðnar verða að uppfylla ákveðnar kröfur. Dæmi um það sem ÁTVR er að gera er þjónustustefna, samþættu gildin og þjónustuna, lipurð, ábyrgð og þekking. Þjónustuhringurinn þeirra á við um allt þ.e. hann á bæði við um samstarfsfólk og viðskiptavini. Mikilvægt er að allir viti um hvað þetta snýst. Hvað er samfélagsábyrgð? Eiga allir að geta svarað með einni setningu eða er þetta tilfinning hvers og eins. Hjá ÁTVR felst hún í því að axla ábyrgð á því sem þau hafa á samfélagið. ÁTVR vildi kanna hvort þeirra starfsfólk þekkti hugtakið og svo er. Aldurseftirlitið krefst margs í samskiptum. Þeir hafa náð 80% árangri í hulduheimsóknum. Mælingarnar gáfu þeim niðurstöðu en ekki bara tilfinningu. ÁTVR setti sér mælanleg markmið, allir vissu hvar væri áhugi á að ná árangri. Gerðar voru auglýsingar um að þú yrðir spurður um skilríki. Viðskiptavinurinn fékk þau skilaboð að hann yrði að sýna fram á að hann væri orðinn 20 ára. Alllir sjá hvernig hinir standa sig í vínbúðunum, og það er fagnað, árangurinn er sýnilegur og auðvitað verður pínukeppni til. ÁTVR endurskipulagði allt umhverfi sitt, bréfpokar eru boðnir í búðum,. Allt snýst um að mæla, segja frá og skapa traust. 4,2millj. afgreiðslur eru á ári og yfir 2millj. plastpoka voru seldar. Sem er 4% af kökunni þ.e. landinu.