MANINO FINANCE 2015.
Miðvikudaginn 28. október verður haldin Manino finance ráðstefna í Gamla Bíói. Umfjöllunarefni hennar er hlutverk fjármáladeilda við innleiðingu aðferða í anda Beyond budgeting og Lean. Rúllandi fjárhagsspár eru oft fyrirferðarmiklar við innleiðingu á Beyond budgeting og verður því sérstök áhersla á þær bæði með fyrirlestrum og vinnustofum. Jafnframt verður bilið á milli fjármáladeilda og annara deilda við innleiðingu á Lean brúað með áherslu á Lean accounting. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru:
Steve Player, framkvæmdastjóri BBRT North America. Löggildur endurskoðandi og ráðgjafi með áralanga reynslu af innleiðingu rúllandi fjárhagsspáa hjá fjölmörgum alþjóðlegum fyrirtækjum. Steve skrifaði bókina Future Ready: How to Master Business Forecasting með nafna sínum Steve Morlidge og bókina Beyond Performance Management með Jeremy Hope. Jean Cunningham er frumkvöðull, fyrirlesari og rithöfundur. Hún er með yfir tuttugu ára reynslu sem fyrirlesari og ráðgjafi í Lean ásamt fimmtán ára reynslu sem fjármálastjóri. Hún hefur komið að skrifum þriggja bóka tengdum lean; Real Numbers, Easier, Simpler, Faster og Lean Accounting.
Bjarte Bogsnes, formaður The Beyond Budgeting Institute, hefur komið nokkrum sinnum í heimsókn til landsins og kynnt Beyond budgeting innleiðinguna hjá Statoil. Bjarte er höfundur bókarinnar Implementing Beyond Budgeting sem hefur verið vinsæl á meðal stjórnenda á Íslandi undanfarin ár.
Pétur Arason, Global Innovation Program Manager hjá Marel. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum
breytingaverkefnum og innleitt lean-aðferðir í meira en 15 ár bæði hér heima og erlendis.
Ráðstefnan verður haldin í Gamla bíói, Ingólfsstræti 2a,
- október milli 8:30 og 18:00.
Fimmtudaginn 29. október verða tvær vinnustofur í tengslum við ráðstefnuna:
09:00-12:00 Rolling forecasting með Steve Player
13:00-16:00 Lean accounting með Jean Cunningham
Báðar vinnustofurnar verða haldnar í Gamla Bíói.
Ráðstefnugjald fyrir ráðstefnudaginn 28. október er 65.000 kr. en ef greitt er fyrir 1. október fæst miðinn á forsöluverði
50.000 kr.
Verð á Rolling forecast vinnustofu er 40.000 kr.
Verð á Lean accounting vinnustofu er 40.000 kr.
Ef keyptur er aðgangur að ráðstefnu og báðum vinnustofunum fæst 30.000 kr.afsláttur s.s. 100.000 kr. alls.
Þetta tilboð gildir til 1. október.
20% afsláttur fæst fyrir hópa ef keyptir eru fimm eða fleiri miðar. Tekið er við hópskráningum á beyond@manino.is ásamt almennum fyrirspurnum. Félagar í BBRT fá frímiða í samræmi við tegund aðildar. Þriðjudaginn 27. október verður haldin lokuð vinnustofa fyrir BBRT félaga með Professional, Corporate eða Enterprice aðild.
Skráning og frekari upplýsingar eru á:
manino.is/beyond-budgeting