Mannauðsstjórnun: Viðburðir framundan

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2025

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um mannauðsstjórnun óskar eftir framboðum til formanns stjórnar, og stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?