Gervigreind: Viðburðir framundan

Leiðtogi í notkun gervigreindar

Hlekkur á viðburðinn 

Hinrik Jósafat Atlason ætlar að fræða okkur um hvernig hægt er að nota gervigreind við ákvarðanatöku og hvað þarf að gera til að fá skilvirka svörun frá gervigreindinni. Hann gefur okkur dæmi um það hvernig hægt er að gefa gervigreindinni mismunandi hlutverk til að fá fram mismunandi sjónarmið.

Hinrik Jósafat Atlason er stofnandi Atlas Primer. Hinrik er leiðandi sérfræðingur á sviði gervigreindar og hefur unnið ötullega að því að þróa nýstárlegar lausnir sem hafa haft mikil áhrif á bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Með yfir áratug af reynslu í rannsóknum og þróun á gervigreindartækni, hefur Hinrik verið frumkvöðull í að innleiða gervigreind í fjölbreyttum verkefnum, allt frá sjálfvirkni í iðnaði til persónulegra aðstoðarmanna. Hann hefur einnig verið virkur í að miðla þekkingu sinni og reynslu, bæði í gegnum fyrirlestra og sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Atlas Primer var valið af TIME sem eitt af fremstu menntatæknifyrirtækjum í heimi árið 2024, og að Forbes hefur fjallað um fyrirtækið og lausnina þrisvar á þessu ári.

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Notið eftirfarandi vefslóð: 

Join the meeting now

 Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Lýsing: Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum.

Við leitumst við að svara spurningunni um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Nánari lýsing síðar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?