Gervigreind: Viðburðir framundan

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?