Markþjálfun: Viðburðir framundan

Hugrakkir leiðtogar óskast

Faghópur Stjórnvísi um leiðtogafærni kynnir:

Kjarkur til forystu

Býður menning vinnustaðarins upp á það að allir þori að tjá sig og leggja fram nýjar lausnir? Eða óttast menn að verða sér til skammar? Að það verði hlegið að þeim? Skömm er helsta hindrun nýsköpunar. Dr. Brené Brown segir að það sem heimurinn þarfnast séu hugrakkir leiðtogar og að það sé hægt að kenna, mæla og fylgjast með. Hún er höfundur metsölubókarinnar Dare to Lead sem fjallar um hugrekki í forystu.

Fyrirlesari:

Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur hlotið margvíslega og fjölbreytta þjálfun og hún afar reynslumikil þegar kemur að þjálfun stjórnenda í forystu, hvort sem um er að ræða teymi eða einstaklinga. Hún hefur m.a. hlotið Dare to Lead þjálfun og hefur leyfi til að leiðbeina samkvæmt hugmyndafræðinni.

Staðsetning:

Háskólabíó - salur 3

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes býður okkur í kósý jólaheimsókn þriðjudagin 3. Desember  kl. 9:00-9:45. Hún starfaði sem stjórnendamarkþjálfi í 11 ár í eigin fyrirtæki Vendum þar til fyrir tveimur og hálfu ári síðan þegar fór í mannauðsmálin.  Hún ætlar að segja okkur hvernig hún nýtir aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum og hvernig sú reynsla hennar hefur reynst henni.  Mikilvægt er að skrá sig þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu.

Hugljúfur febrúar

Lýsing kemur.

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“


"Innsýn inn í hvernig gervigreind getur stuðlað að dýpri árangri í leiðtogahlutverkinu og stuðningi markþjálfa."


Í breyttum heimi þar sem hraði, aðlögunarhæfni og dýpri tengsl eru lykilatriði, verða markþjálfar sífellt mikilvægari í að styðja stjórnendur til árangurs. En hvernig nýtum við nýja tækni eins og gervigreind til að efla sjálfsþekkingu, bæta samskipti og styðja við sjálfbærni í leiðtogahlutverkinu?

Á þessum 30-45 mínútna fyrirlestri munum við kafa í:

  • Leiðtogahlutverkið og sjálfsþekkingu: Hvernig gervigreind getur orðið spegill sem hjálpar stjórnendum að greina styrkleika sína, blinda bletti og samskiptadýnamík.
  • Markþjálfun í nýju ljósi: Hvernig markþjálfar geta nýtt tæknina til að skapa dýpri samtöl, persónulegri nálgun og meiri áhrif í vinnu með skjólstæðingum sínum.
  • Reynslusögur í verki: Innsýn í hvernig stjórnendur og teymi hafa upplifað áþreifanlegan ávinning með nýstárlegri nálgun sem byggir á AI.

Fyrirlesturinn veitir markþjálfum hugmyndir og innblástur um hvernig þeir geta mætt þörfum stjórnenda á nýjan hátt, með áherslu á persónulegar lausnir sem styrkja bæði leiðtogastíl og teymisanda. Þetta er ekki tæknifyrirlestur – þetta er ferðalag inn í framtíð markþjálfunar þar sem mannúð og tækni vinna saman.

Komdu og fáðu innsýn í hvernig AI getur breytt sjónarhorni þínu sem markþjálfi og skapað tækifæri til að leiða skjólstæðinga þína í átt að bjartari og sjálfbærari framtíð.

Linkur á TEAMS

Framkvæmdarstjóri/Markþjálfi

Kemur síðar

 

dk - Hugbúnaður ehf býður okkur í heimsókn í sín nýju heimkynni á Dalveg 30, 201 Kópavogi

TEAMS linkur hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?