Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar býður okkur í heimsókn þriðjudaginn 25. mars kl. 9:00 – 9:45, á skrifstofu dk, Dalvegi 30, 2. hæð.
Hulda ætlar að segja okkur hvernig hún hefur nýtt aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum. Starfsfólkið er lykillinn að árangri fyrirtækisins og hefur dk náð góðum árangri og leggur áherslu á að vera í formi til framtíðar. dk er sjálfstæð eining á Íslandi en partur af stærri heild. Eigendur dk eru TSS (Total Specific Solutions), sem eru með yfir 160 fyrirtæki í heiminum í 26 löndum. TSS er hluti af Topicus sem er skráð í hollensku kauphöllinni. Fyrirtæki í eigu TSS á Norðurlöndunum eru í dag 19, og þar af 2 á Íslandi.
Hulda er einnig Player Coach hjá Total Specific Solutions sem eru eigendur dk hugbúnaðar. Hún hefur áratuga reynslu sem stjórnandi í tæknigeiranum, er iðnrekstrarfræðingur, með BSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MA-diplómu í fræðslu og stjórnun frá HÍ auk þess að vera PCC-vottaður markþjálfi. Hulda er einn af stofnendum VERTOnet, samtaka kvenna í upplýsingatækni og félagskona í FKA.
Mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísi hér. Viðburðinum verður einnig streymt en vinsamlegast taktu fram við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða verðir í streymi þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu fyrir þá sem mæta á staðinn.
TEAMS linkur hér