Innkaupa- og vörustýring: Viðburðir framundan

Þegar lager fer í öndunarvél

Undir árslok 2023 sameinaði Fastus starfsemi af 4 starfsstöðvum undir eitt þak. Ásta Rut Jónasdóttir deildarstjóri hjá Fastus verkefnastýrði flutningum félagsins í nýjar höfuðstöðvar m.a. þarfagreiningu og undirbúningi fyrir nýtt húsnæði ásamt eiginlegum flutningum. Farið verður yfir margvíslegar áskoranir sem fylgja því að flytja fyrirtæki og umfangsmikla lagera og þær fjölmörgu breytingar sem fylgja í kjölfarið.

 

Ásta Rut hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi, m.a. frá Actavis og Securitas en hún verkefnastýrði m.a. flutningi Securitas í nýjar höfuðstöðvar árið 2022.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?