Viðskiptavinir sjálfir koma með hugmyndir að umbótum og forgangsraða

Mikilvægur þáttur gæðastjórnunar er að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina. Ýmsum aðferðum er hægt að beita til þess að fá fram þessar upplýsingar og mikilvægt að nota þær með skipulögðum hætti til þess að bæta starfsemina.
Á fundi faghópa um gæðastjórnun og þjónustu-og markaðsstjórnun í Kerhólum í morgun fjallaði Reynir Kristjánsson, gæðastjóri Hagstofu Íslands um hvernig Hagstofan hefur flokkað viðskiptavini sína og komið á reglubundnum fundum til að ræða þarfir og væntingar. Viðskiptavinir sjálfir koma með hugmyndir að umbótum og forgangsraða. Reynir kallar viðskiptavini Hagstofunnar notendur eða notendahópa. Hagstofan er með vörumiðaða notendahópa. Notendahópar Hagstofunnar voru ekki verulega virkir en það kom fram í gæðaúttekt 2013. Það sem gert var að fjölga hópum sem höfðu áhuga á tilteknum málefnum. Hagstofan á að hlusta á viðskiptavininn en ekki láta viðskiptavininn hlusta stöðugt á Hagstofuna. Núna hefur þessu algjörlega verið snúið við og stofnaðir hafa verið notendamiðaðir notendahópar. Mikilvægt að það séu svipaðar þarfir og væntingar innan hvers hóps. Markmiðið er að bæta gæðin. Byrjað var að flokka notendurna. 1.Almenningur 2.fjölmiðlar 3. Fyrirtæki 4. Greiningaraðilar 5. Nemendur 6. Rannsóknarsamfélagið, 7. samtök stjórnvöld 8. alþjóðastofnanir og 9. aðrir erlendir notendur. Notaðar voru vinnustofur til að sjá hvað vantaði. Umbótahugmyndir komu og viðskiptavinir forgangsraða hvað skiptir mestu máli. Eftir notendafundi er fundað með öllum deildarstjórum og valin umbótarverkefni. Stjórnendur og notendur eru mjög ánægðir. Fundirnir voru mjög skilvirkir. Núna er það þannig að á haustin eru umbótahugmyndir fengnar og á vorin er viðskiptavinum boðið að koma og sjá hvað hefur verið gert.

Gunnar Hersveinn verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar nefndi dæmi um hvernig sviðið hefur markvisst unnið að því að auka gæði samskipta milli borgarbúa og sviðsins en verkefni þess spanna viðamikið svið og tengist m.a. skipulagi, umhverfi, heilbrigðismálum, sorphirðu, framkvæmdum og umhirðu. Miðlunarteymi Reykjavíkurborgar undirbýr fundi sem haldnir eru með borgarbúum til þess að þeir heppnist. Einnig eru haldnir umræðufundir þar sem ekki er verið að kynna eitthvað ákveðið heldur vekja umhugsun. Þann 15.nóvember nk. verður t.d. haldinn fundur á Kjarvalsstöðum sem ber yfirskriftina „Ríkir hugarfar sköpunar í Reykjavik?“. Á þessa fundi eru allir velkomnir og haft heitt á könnunni. Búin er til kaffihúsastemningu og hver aðili hefur 8 mínútur til að kynna sitt verkefni og í framhaldi er boðið upp á fyrirspurnir. Fundirnir eru teknir upp og eru aðgengilegir á netinu. Þessir fundir eru til að kanna viljann og óbeint unnið úr niðurstöðum öfugt við aðra fundi þar sem er unnið beint úr niðurstöðum. Miðlunarteymið vinnur ferla; hvað þarf að muna eftir t.d. lista upp allt sem þarf að gera og búnir til tékklistar. Teymið skiptir nákvæmlega með sér verkum. T.d. þarf að passa upp a að boðið sé upp á endurnotanlega bolla, skilgreina gögn sem dreift er ti gesta, gestir hafi aðgang að ílátum undir flokkaðan úrgang, leita uppi vistvænu kostina við val á ferðamáta á viðburðinn. Verkefnið Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og núna eru allir vinnustaðir með. Grænu skrefin leiða af sér minni úrgang, aðgang að hjólagrindum, upplýsingum um strætó, minni pappírsnotkun o.fl. Vinsemd, samvinna, hófsemd og kraftur eru gildi allra vinnustaða borgarinnar. Verið er að vinna með líðan starfsfólks sem hefur áhrif á borgarbúa.

Fleiri fréttir og pistlar

Góðar hugleiðingar um nýja GPT-4 Omni

"Ef gervigreind sem virðist hugsa eins og manneskja getur séð, átt í samskiptum og skipulagt eins og manneskja, þá getur hún haft áhrif í heimi mannfólksins. Þetta er sú átt sem fyrirtæki sem þróa gervigreind eru að leiða okkur: til nánustu framtíðar þar sem gervigreind verður samstarfsfélagi, vinur og alls staðar nálæg. Ég held að enginn, þar á meðal OpenAI, hafi fullan skilning á öllum þeim afleiðingum sem þessi breyting mun hafa, og hvað hún mun þýða fyrir okkur öll."

(þýtt af ChatGPT 4o)

Hér eru góðar hugleiðingar frá Ethan Mollick um hvað nýja gervigreindarmódel OpenAI, GPT-4o þýðir fyrir okkur mannfólkið: https://www.oneusefulthing.org/p/what-openai-did

Faghópur um gervigreind – Fundagerð aðalfundar 14 maí 2024.

Faghópur um gervigreind – Aðalfundur 14 maí 2024.

Góð mæting var á fundinum. Farið var eftir fyrirliggjandi dagsskrá. Erindi Róberts Bjarnasonar frá Citizens Foundation vakti verulega athygli. Róbert fór yfir nýlega þróun í sviði gervigreindar, áskoranir sem fyrirtæki og samfélög standa frammi fyrir. Upptaka á erindinu verður sýnt fljótlega, en hér er erindið: 

https://docs.google.com/presentation/d/17_0LLYTIhzzPe01rOQf8SP2iWsL-h1d94sJEAtwKLyg

 Faríð var stuttlega yfir þá viðburði sem haldnir voru á seinasta starfsári. Yfirlit yfir viðburðina er hér að neðan.

Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands var tekin í stjórn faghópsins ásamt Róberti Bjarnasyni, sem var síðan tilnefndur sem formaður stjórnar fyrir næsta starfsár. Sjá skipun stjórnar hér að neðan.

Nokkur umræða var um erindi Róberts enda yfirgripsmikið, engin sérstök önnur mál voru rædd, en nýr formaður mun boða til fundar þegar líður að hausti.

Karl Friðriksson, fráfarandi stjórnarformaður.

Dagskrá fundar

  1. Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina.  Róbert Bjarnason, Cittizens
  2. Síðasta starfsár
  3. Mótun stjórnar
  4. Önnur mál

Stjórn faghópsins

Anna Sigurborg Ólafsdóttir                                      Framtíðarnefnd Alþingis.

Brynjólfur Borgar Jónsson                                        DataLab

Gyða Björg Sigurðardóttir                                        Orkan IS

Helga Ingimundardóttir                                               Háskóli Íslands

Karl Friðriksson                                                           Framtíðarsetur Íslands

Róbert Bjarnason                                                         Citizens Foundation, formaður faghópsins

Sævar Kristinsson                                                      KPMG.

Þorsteinn Siglaugsson                                               Sjónarrönd

  1. Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og framtíðarfræði.

Dagsetning:                 21.ágúst 2023.

Staðsetning:                Á netinu.

  1. Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði, góða stjórnarhætti og gervigreind.

Dagsetning:                        26.ágúst 2023.
Staðsetning:                       Á netinu.

  1. Skarpari hugsun með hjálp gervigreinar.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind, stefnumótun og árangursmat.

Dagsetning:                        26.september 2023.
Staðsetning:                       Háskólinn í Reykjavík  og á Teams.

Fyrirlesari:                           Þorsteinn Siglaugsson, Sjónarrönd.                                               

  1. Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar.
    Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                23.nóvember 2023.
Staðsetning:              Á netinu.
Fyrirlesari:                 Thelma Christel Kristjánsdóttir, BBA/Fjeldco

  1. Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                        7.desember 2023.

Staðsetning:                       Teams.

Fyrirlesari:                           Sigríður Hagalín, rithöfundur.

  1. Sýn til ársins 2024 og framtíðar. Laugardagur með London Futurists.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 9.desember 2023.

Staðsetning:                Á netinu.

  1. Gervigrein og upplýsingaöryggi.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og upplýsingaöryggi.

Dagsetning:                 14.desember 2023.

Staðsetning:                Teams. 

Fyrirlesarar:                Tryggvi Freyr Elínarson, Datera.

                                       Rachel Nunes, Microsoft.   

  1. The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 2.febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Eldborg. 

Fyrirlesarar:                José Cordeiro.  

  1. Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 3. Febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Eldborg. 

Fyrirlesarar:                 Jose Cordeiro, framtíðarfræðingur.

                                       Kári Stefánsson, Íslensk erfðagreining.

  1. Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 3. Febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Kaldalón.  

Fyrirlesarar:                 Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, HÍ

                                                               Þóra Óskarsdóttir, Fab Lab Reykjavík.

                                                               Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands.

                                                               Rúna Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi

                                                               Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun.

  1. Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 16.febrúar 2024.

Staðsetning:                Á netinu.

Málstofa framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigrein.

  1. Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              21.febrúar 2024.

Staðsetning:                              Versló, Ofanleiti.

Alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga.

  1. Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 23.febrúar 2024.

Staðsetning:                Versló, Ofanleiti 1.

Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélag Íslands og Framtíðarsetur Íslands.

  1. Alþjóðlegur dagur framtíða 2024. Taktu þátt í alþjóðlegu samtali um bæta framtíð.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              1.mars 2024.

Staðsetning:                              Á netinu. 

Millieinum Project og fimm -önnur alþjóðleg framtíðarsamtök hýsa hinn árlega dag framtíða.

  1. Áhættumat á hugsanlegum hörmungum gervigreindar

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              16.mars 2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Fyrirlesari:                  David Wood, London Futurists.

  1. Dagur framtíðarrýnis þjóða innan OECD

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              25.apríl 2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Um 58 erindi verða flutt um ólíkar framtíðaráskoranir á ólíkum sviðum.

  1. Framtíðarvika í Kanada á netinu - Fjöldi viðburða 7 til 9 maí

Sameiginlegir fundir faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              7.maí  2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Árlegur viðburður þar sem hver og einn getur tekið þátt í ólíkum viðburðum.

  1. Aðalfundur faghóps um gervigreind.

Dagsetning:                Maí 2024.

Staðsetning:              Teams.

                       Hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldi þriðjudaginn 14. Maí kl.16, allir áhugasamir um að koma í stjórn sendi formanni faghópsins tölvupóst, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, asta@hverereg.is.

Skráning:

https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/adalfundur-faghops-um-markthjalfun-3

Ný stjórn Stjórnvísi 2024-2025 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var í dag 8. maí 2024 á Nauthól var kosin stjórn félagsins. 
Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.
Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Ársreikningurinn er aðgengilegur á vefsíðu félagsins. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?