Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.

Strategía ásamt faghópi Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat buðu til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi Strategiu fór yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni „Bold Strategy Summit ´19 í Hörpunni.  Ráðstefnan fjallaði um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu og deildu þar helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum reynslu og rannsóknum.  Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna hefur verið haldin á alþjóðavísu. 

Guðrún hvatti Stjórnvísifélaga til að kynna sér Brightline  en á þeirri síðu má finna gríðarlegan fróðleik.  Þeir gera rannsóknir út um allan heim og nýleg rannsókn sýnir að 1/5 fyrirtækja náði 80% eða meira af þeim markmiðum sem þau höfðu sett sér, 4/5 eða 80% náði ekki árangri. Ein mikilvægasta reglan við innleiðingu er sú að gera einhvern ábyrgan fyrir stefnunni, hversu mikið fjármagn hef ég og hvað vill viðskiptavinurinn.  Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.  Fókus var einnig mikilvægur og að hafa ákveðinn fókus á ákveðnum verkefnum.  Einnig er mikilvægt að hafa ekki fleiri en fimm verkefni í gangi í einu.  Í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna þá er allur fókus á tækni en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um fólk og valdefla það til að taka þátt.  Vönduð ákvarðanataka þarf að liggja til grundvallar og eftirfylgni.  Heimurinn er síbreytilegur og innleiðing á stefnu er ekki sílóvinna.  Að lokum þarf að muna eftir að fagna. 

Jim Stockmal var annar fyrirlesari ráðstefnunnar, hann ræddi um hina átta mikilvægu hluti við innleiðingu stefnu.  Grímur Sæmundsen sagði frá stefnu Blue Lagoon og sýndi fram á hvernig stefnan var innleidd á hverjum tíma.  Í dag er Bláa lónið með fókus á vöruna ekki staðsetninguna, tekjustraumarnir eru frá vörunum, hótelinu og lóninu.  Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði frá því að Íslandsbanki er hreyfiafl til góðra verkefna áherslan er hagræðing og hvernig þau ætla að lifa af þennan heim.  Bankaheimurinn verður sprengdur upp með nýjum lögum og tækni.  Antoineo Nieoto Rodriguez fyrrverandi stjórnandi alþjóða verkefnastjórnunarfélagsins segir að verkefni sé það sem verði ofan á í komandi heimi.  Mikilvægt er að þekkja hlutverk sitt þ.e. til hvers ætlast er af þér.  Hann ræddi um hversu mikilvægt er að hafa ekki of mörg verkefni og vera með fókus.  Hann sagði mikilvægt að allir gerðu sér grein fyrir að helmingur þeirra verkefna sem maður ætlar að vinna tekst ekki.  Stjórnendur verða að fara að breyta því hvernig þeir vinna.  Forgangsröðun, nota scrum aðferðafræðina, taka spretti, vera með réttu verkefnin í gangi, fókus og spyrja sig hvort verkefnin séu að skapa virði fyrir viðskiptavin (innri eða ytri) og virkja fólkið.  Antoineo var með áhugavert módel, hann sýndi hversu mikilvægt væri að virðið væri stöðugt ekki einungis í lokin. Guðrún Erla Jónsdóttir vinnur hjá Orkuveitunni og er alla daga að innleiða stefnu.  „The kite model“. Guðrún skrifaði nýlega grein á visir.is https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir með Runólfi sem er áhugaverð.  Robin Speculand er að gera það sem honum finnst skemmtilegt alla daga sem er að halda erindi um stefnu.  Stjórnendur vilja ræða um stefnuna en átta sig ekki á hvað þarf til að innleiða hana.  Hann sýndi ellefu þætti varðandi hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að innleiða stefnu.  Robin hefur gefið út margar bækur og er frá Asíu.   Þar eru allir með síma en ekki með tölvu, allt gerist í símanum.  Asíuþjóðir þekkja ekki skrifræði og nota símann til flest allra verka.  Mikilvægt er að hafa breitt eignarhald, fletja það út, hafa skýran fókus og að fólk taki það til sín.  Menningarmunurinn er mikill milli Asíu og Evrópu, í Asíu gerirðu það sem þér er sagt.  Menning er ekki bara á milli landa, hún er einnig milli fyrirtækja.  Guðrún var sjálf ein af fyrirlesurum ráðstefnunnar og henni finnst mikilvægt að allir skilji að framtíðin er NÚNA. Heildarupplifun er það sem máli skiptir í öllu.  Unga fólkið er með miklu meiri kröfur í dag en áður var.  „Computer says no“. Mikilvægt er að spyrja sig alltaf „WHY“ af hverju er ég að gera það sem ég er að gera og hvert er virðið.  1. Hver er viðskiptavinurinn 2.Hverjar eru þarfirnar? 3. Hvert er virðið? 4. Hannaðu innviðina. 5. Er þetta fjárhagslega framkvæmanlegt? Hugsa um virðið „value“ að það sé raunverulegt.  Guðrún hvatti alla til að fara í gegnum Canvas módelið „Af hverju erum við þarna“.  Það sem er aðalatriðið núna er að hafa framtíðarsýn á hreinu – á hvað forsendu erum við að fara í þessa ferð, plan-do-chec-act (lean). Við þurfum að vera stöðugt á hreyfingu.  Alltaf þarf að gera betur og betur og læra.  Ekki gleyma sér í ferlunum, tækjum og tólum því á endanum snýst alltaf allt um fólk.  Fyrirtæki er bara fólkið sem vinnur þar.  Roger Camrass einn fyrirlesarana (70 ára) birti áhugaverða stúdiu varðandi hvernig við fáum fyrirtæki til að tileinka sér meiri nýsköpun. Jaco Tackmann Thomsen er með rosalega stóra sýn og er byrjaður að valdefla fólk í gegnum póstgíróþjónustu.  Hann er búinn að starta 30 fyrirtækjum, sum gengið vel og önnur ekki. Mike Butcher skrifar um alla nýjustu tækni og sagði frá því að nú er verið í Singpore að prófa fljúgandi bíla. Dr. Mark Greeven (Hollendingur) hefur stúderað Ali Baba.  Þeir hafa fjárfest í hlutum í vestræna heiminum, þetta er eins og efnahagskerfi frekar en fyrirtæki.  Alipay er byrjað á Íslandi.  Dr. Bíjna K.D. sem endaði ráðstefnuna í Hörpu er doktor í hagfræði.  Hún sagði að matarsóunin væri það mikil í dag að hún nægði til að metta alla þá sem glíma við hungur í heiminum.  Eitt prósent af heiminum er jafn auðugur og restin af heiminum.  Níutíu prósetn af öllu því gagnamagni sem er til í heiminum hefur orðið til á sl.3-5 árum. 

Grein eftir mig: https://www.visir.is/g/2019190829154/einungis-1-3-allra-fyrirtaekja-i-heiminum-na-ad-innleida-stefnu-sina-a-arangursrikan-hatt?fbclid=IwAR1_X0uAhfXljjwwpIWKDgIGhhnvyIM-cXmJ2gd5wxCi3ZxY7yJWKfmGzas

 

Tvær greinar eftir Antonio: https://www.visir.is/g/2019190919160/sex-mikilvaegustu-straumar-i-innleidingu-stefnu-a-arinu-2020?fbclid=IwAR1wjELXfpb0b-tMfaqkjgKS0MYekHlxD99Wl851JaSiwNQgPVsIkgClnh8 https://hbr.org/2016/12/how-to-prioritize-your-companys-projects?fbclid=IwAR0wT8eDZLYr8pXhbVhAgwxO1lS1pyQO3zv6PhscPwGmb9gBA5miIXyG7yQ

 

Tvær greinar eftir Guðrúnu Erlu: https://www.visir.is/g/2019190909535/stodug-eftirfylgni-er-grundvallaratridi?fbclid=IwAR27obXVpk-tCMqO0J3ejaXXzWpEMZMkS9QYpopObPoX9raSJoFwV-Ey7MQ https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir?fbclid=IwAR1QRsWhf0SUKmCm3u_gALfz6Xal7AxgXrLdIzCQYdI5CVzEk_YyPJBc6As

Um viðburðinn

Er þitt fyrirtæki eitt af þremur sem nær að innleiða stefnu á árangursríkan hátt?

Í gegnum tíðina hefur öll áherslan verið á mótun stefnu frekar en á innleiðingu stefnu í viðskiptanámi og í fyrirtækjum og stofnunum. Afleiðingarnar eru þær að aðeins einn þriðji af fyrirtækjum* ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Á ráðstefnunni Bold Strategy Summit ´19 sem haldin verður í Hörpunni 23. september n.k., verður fjallað um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu. Þar munu helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum deila sinni reynslu og rannsóknum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna verður haldinn á alþjóðavísu og því ómetanlegt tækifæri að fá að hlusta á þessa spekinga hér á landi.

Strategía bíður til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi mun draga saman það helsta sem fram kom á ráðstefnunni og tengja það við hennar reynsluheim af innleiðingu á stefnu. Guðrún hefur unnið að stefnumótun fyrirtækja og stofnana s.l. 20 ár og þekkir vel til þeirra áskorana sem felast í innleiðingu á stefnu. Fundurinn er hugsaður sem umræðufundur þar sem þátttakendur geta skipts á reynslusögum.

 Fundur verður haldinn í Húsi verslunarinnar, jarðhæð í sal VR og hefst kl. 8:30 til 9:30.

 Hlökkum til að sjá ykkur.

 

*alþjóðlegar rannsóknir á vegum Bridges Business Consultancy, Juran Institute og Kaplan & Norton

 

Fleiri fréttir og pistlar

Góðar hugleiðingar um nýja GPT-4 Omni

"Ef gervigreind sem virðist hugsa eins og manneskja getur séð, átt í samskiptum og skipulagt eins og manneskja, þá getur hún haft áhrif í heimi mannfólksins. Þetta er sú átt sem fyrirtæki sem þróa gervigreind eru að leiða okkur: til nánustu framtíðar þar sem gervigreind verður samstarfsfélagi, vinur og alls staðar nálæg. Ég held að enginn, þar á meðal OpenAI, hafi fullan skilning á öllum þeim afleiðingum sem þessi breyting mun hafa, og hvað hún mun þýða fyrir okkur öll."

(þýtt af ChatGPT 4o)

Hér eru góðar hugleiðingar frá Ethan Mollick um hvað nýja gervigreindarmódel OpenAI, GPT-4o þýðir fyrir okkur mannfólkið: https://www.oneusefulthing.org/p/what-openai-did

Faghópur um gervigreind – Fundagerð aðalfundar 14 maí 2024.

Faghópur um gervigreind – Aðalfundur 14 maí 2024.

Góð mæting var á fundinum. Farið var eftir fyrirliggjandi dagsskrá. Erindi Róberts Bjarnasonar frá Citizens Foundation vakti verulega athygli. Róbert fór yfir nýlega þróun í sviði gervigreindar, áskoranir sem fyrirtæki og samfélög standa frammi fyrir. Upptaka á erindinu verður sýnt fljótlega, en hér er erindið: 

https://docs.google.com/presentation/d/17_0LLYTIhzzPe01rOQf8SP2iWsL-h1d94sJEAtwKLyg

 Faríð var stuttlega yfir þá viðburði sem haldnir voru á seinasta starfsári. Yfirlit yfir viðburðina er hér að neðan.

Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands var tekin í stjórn faghópsins ásamt Róberti Bjarnasyni, sem var síðan tilnefndur sem formaður stjórnar fyrir næsta starfsár. Sjá skipun stjórnar hér að neðan.

Nokkur umræða var um erindi Róberts enda yfirgripsmikið, engin sérstök önnur mál voru rædd, en nýr formaður mun boða til fundar þegar líður að hausti.

Karl Friðriksson, fráfarandi stjórnarformaður.

Dagskrá fundar

  1. Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina.  Róbert Bjarnason, Cittizens
  2. Síðasta starfsár
  3. Mótun stjórnar
  4. Önnur mál

Stjórn faghópsins

Anna Sigurborg Ólafsdóttir                                      Framtíðarnefnd Alþingis.

Brynjólfur Borgar Jónsson                                        DataLab

Gyða Björg Sigurðardóttir                                        Orkan IS

Helga Ingimundardóttir                                               Háskóli Íslands

Karl Friðriksson                                                           Framtíðarsetur Íslands

Róbert Bjarnason                                                         Citizens Foundation, formaður faghópsins

Sævar Kristinsson                                                      KPMG.

Þorsteinn Siglaugsson                                               Sjónarrönd

  1. Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og framtíðarfræði.

Dagsetning:                 21.ágúst 2023.

Staðsetning:                Á netinu.

  1. Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði, góða stjórnarhætti og gervigreind.

Dagsetning:                        26.ágúst 2023.
Staðsetning:                       Á netinu.

  1. Skarpari hugsun með hjálp gervigreinar.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind, stefnumótun og árangursmat.

Dagsetning:                        26.september 2023.
Staðsetning:                       Háskólinn í Reykjavík  og á Teams.

Fyrirlesari:                           Þorsteinn Siglaugsson, Sjónarrönd.                                               

  1. Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar.
    Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                23.nóvember 2023.
Staðsetning:              Á netinu.
Fyrirlesari:                 Thelma Christel Kristjánsdóttir, BBA/Fjeldco

  1. Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                        7.desember 2023.

Staðsetning:                       Teams.

Fyrirlesari:                           Sigríður Hagalín, rithöfundur.

  1. Sýn til ársins 2024 og framtíðar. Laugardagur með London Futurists.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 9.desember 2023.

Staðsetning:                Á netinu.

  1. Gervigrein og upplýsingaöryggi.

Sameiginlegur fundur faghópa um gervigreind og upplýsingaöryggi.

Dagsetning:                 14.desember 2023.

Staðsetning:                Teams. 

Fyrirlesarar:                Tryggvi Freyr Elínarson, Datera.

                                       Rachel Nunes, Microsoft.   

  1. The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 2.febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Eldborg. 

Fyrirlesarar:                José Cordeiro.  

  1. Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 3. Febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Eldborg. 

Fyrirlesarar:                 Jose Cordeiro, framtíðarfræðingur.

                                       Kári Stefánsson, Íslensk erfðagreining.

  1. Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 3. Febrúar 2024.

Staðsetning:                Harpa, tónlistahús Kaldalón.  

Fyrirlesarar:                 Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, HÍ

                                                               Þóra Óskarsdóttir, Fab Lab Reykjavík.

                                                               Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands.

                                                               Rúna Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi

                                                               Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun.

  1. Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 16.febrúar 2024.

Staðsetning:                Á netinu.

Málstofa framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigrein.

  1. Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              21.febrúar 2024.

Staðsetning:                              Versló, Ofanleiti.

Alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga.

  1. Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                 23.febrúar 2024.

Staðsetning:                Versló, Ofanleiti 1.

Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélag Íslands og Framtíðarsetur Íslands.

  1. Alþjóðlegur dagur framtíða 2024. Taktu þátt í alþjóðlegu samtali um bæta framtíð.

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              1.mars 2024.

Staðsetning:                              Á netinu. 

Millieinum Project og fimm -önnur alþjóðleg framtíðarsamtök hýsa hinn árlega dag framtíða.

  1. Áhættumat á hugsanlegum hörmungum gervigreindar

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              16.mars 2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Fyrirlesari:                  David Wood, London Futurists.

  1. Dagur framtíðarrýnis þjóða innan OECD

Sameiginlegur fundur faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              25.apríl 2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Um 58 erindi verða flutt um ólíkar framtíðaráskoranir á ólíkum sviðum.

  1. Framtíðarvika í Kanada á netinu - Fjöldi viðburða 7 til 9 maí

Sameiginlegir fundir faghópa um framtíðarfræði og gervigreind.

Dagsetning:                              7.maí  2024.

Staðsetning:                              Á netinu

Árlegur viðburður þar sem hver og einn getur tekið þátt í ólíkum viðburðum.

  1. Aðalfundur faghóps um gervigreind.

Dagsetning:                Maí 2024.

Staðsetning:              Teams.

                       Hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldi þriðjudaginn 14. Maí kl.16, allir áhugasamir um að koma í stjórn sendi formanni faghópsins tölvupóst, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, asta@hverereg.is.

Skráning:

https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/adalfundur-faghops-um-markthjalfun-3

Ný stjórn Stjórnvísi 2024-2025 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var í dag 8. maí 2024 á Nauthól var kosin stjórn félagsins. 
Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.
Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Ársreikningurinn er aðgengilegur á vefsíðu félagsins. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?