Góðir stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir

Tilgangurinn með góðum stjórnarháttum felur í sér að stjórnarhættir séu ávallt í samræmi við lög og reglur og að þeir styrki jafnt innviði fyrirtækja sem og efli almennt traust á markaði. Til að stjórnendur geti tileinkað sér góða stjórnarhætti er því mikilvægt að hlutverk og ábyrgð þeirra séu þeim skýr og ljós.

Eitt hlutverk faghópsins er því að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar, umræður og tengslamyndun fyrir þá sem starfa í eða hafa áhuga á stjórnun skipulagsheilda í stjórnum fyrirtækja, stjórnum á vegum stofnana, nefnda eða ráða.

Faghópurinn mun leitast við að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta, horfa til og vekja athygli á því sem vel er gert, auka umræðu og efla fræðslu um mikilvægi og þá ábyrgð sem felst í stjórnarstarfi og áhrifum þess á skipulagsheildina. Einnig að vera vettvangur til að vekja athygli á straumum og stefnum í stjórnarháttum og tækifæri til að efla þá sem eru starfandi stjórnarmenn eða hafa áhuga á að taka virkan þátt í stjórnarstörfum.


Á fundum hópsins skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður ásamt miðlun þekkingar og reynslu á sviði stjórnunar.
Þá er hópurinn góður vettvangur tengslamyndunar.

 

Viðburðir

Góðir stjórnarhættir - aðalfundur

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Jóns Gunnars Borgþórssonar á jgb@jgb.is

 

TENGJAST FUNDI Á TEAMS:

 

Auðkenni fundar: 355 015 768 440

 

Lykilorð: 4BoWBJ

 

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Diversity & Inclusion - cognitive diversity

 
You cannot fix the problem if you are not aware of what the issue truly is. This is the challenge many businesses face when working with Diversity, Equity and Inclusion (DEI) initiatives. Much of the DEI discussion is focused on creating a visible diversity with teams composed of different genders, various nationalities and a range of ages. Yet, these three factors have been shown to be the worst predictors of one’s personal culture. Join this workshop to learn about the kind of diversity that every company needs to work on if they want to build a thriving, sustainable and successful business.
 
The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

 

 

Fréttir

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.

Mikill áhugi um skilvirka áhættustjórnun á fundi KPMG og Stjórnvísi í morgun.

KPMG og Stjórnvísi buðu til fundar í morgun um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynntu leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli.  Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.  Á annað hundrað manns sóttu fundinn sem var bæði í streymi og í glæsilegum nýuppgerðum húsakynnum KPMG í Borgartúni.  Erindi fluttu Sigurjón Birgir Hákonarson og Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG og Sigrún Ósk Sigurðardóttir ÁTVR.  Fundarstjóri var Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG. Fundurinn aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Góðir stjórnarhættir: Stefnumið og sjálfbærni - ný viðmið, fyrirmyndir og gagnsæi

Í morgun var haldinn einstaklega áhugaverður viðburður þar sem farið var yfir breytta lagaumgjörð, viðmið um bestu framkvæmd og fyrirmyndir meðal annars með erlendum fyrirlesara frá Hollandi. Fundurinn var á vegum faghóps um góða stjórnarhætti og var frábær mæting á fundinn.

Aðalfyrirlesari var Simon Theeuwes sem fjallaði um samþættingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga, auknar kröfur um sjálfbærni upplýsingar og um stefnumiðaða stjórnarhætti. Auk þess fjallaði Bjarni Snæbjörn Jónsson um innleiðingu stefnumiðaðra stjórnarhátta og Sigurjón Geirsson um breytta lagaumgjörð á þessu sviði og um aukna ábyrgð stjórna. 

Stjórn

Jón Gunnar Borgþórsson
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - JGB, ráðgjöf og bókhald slf.
Hrafnhildur S. Mooney
Annað -  Stjórnandi - Seðlabanki Íslands
Sigurjón Geirsson
Annað -  Stjórnandi - Háskóli Íslands 1
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?