Gæðastjórnun og ISO staðlar: Viðburðir framundan

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun og ISO staðla

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun og ISO staðla verður haldinn mánudaginn 6. maí kl. 12.30-13:30 að Digranesvegi 1 (Kópavogsbær)

 

Dagskrá aðalfundar faghóps Stjórnvísi: Gæðastjórnun og ISO staðlar:

  1. Framsaga formanns – um starf ársins
  2. Umræður um starf ársins, hvað var vel heppnað, hvað má gera betur?
  3. Kosning til stjórnar
  4. Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar
  5. Önnur mál

 

Stjórn faghóps hittist að lágmarki tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins. Sjá nánar um hópinn hér: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/gaedastjornun 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst til formanns félagsins á sigurdurao@kopvogur.is

Fundarstjóri er Sigurður Arnar Ólafsson

Ávinningur og notkun skipulagsheilda af stjórnunarstöðlunum: ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001

Elín Hulda Harmannsdóttir mun kynna helstu niðurstöður MIS ritgerðar sinnar í upplýsingafræði: Notkun og ávinningur íslenskra skipulagsheilda af stjórnunarstöðlum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.

Frekari upplýsingar koma innan skamms.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?