FULLBÓKAÐ: Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel þann 28.október kl.13:00-15:30. 20
Á þessu ári verður þema haustráðstefnu Stjórnvísi "Minni vinna - meiri framlegð - betri líðan". Við höfum fengið til liðs við okkur áhugaverða einstaklinga sem munu fjalla um ávinninginn að aukinni framlegð í atvinnulífinu, hvaða ólíku leiðir hafa verið farnar á þeirra vinnustöðum til þess að auka framlegð, sagðar verða raunsögur og hugtakið útskýrt. Það er til mikils að vinna fyrir einstaklinginn, vinnustaðinn og þjóðfélagið sjálft.
Fyrirlesrarar eru: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjöríss í Hveragerði, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans og Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst,
Ráðstefnustjóri er Hrönn Greipsdóttir, fjárfestingastjóri Arev verðbréfa,
Ráðstefnan verður verður haldin á Grand Hótel frá kl.13:00-15:30 þriðjudaginn 28.október frá kl.13:00-15:30
Boðið verður upp á kaffihlaðborð og eru allir Stjórnvísifélagar hjartanlega velkomnir.