Viðburðir framundan

Maí 2025

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
28
  •  
29
  •  
30 01
  • Frídagur
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05 06 07 08 09 10
  •  
11
  •  
12 13
  •  
14 15 16 17
  •  
18
  •  
19
  •  
20 21
  • Frídagur
22
  •  
23 24
  •  
25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  •  

Stjórnarskiptafundur Stjórnvísi 7. maí kl.18:00 (lokaður fundur)

Miðvikudaginn 7.maí kl.18:00 verður stjórnarskiptafundur Stjórnvísi og er formönnum allra faghópa ásamt stjórn Stjórnvísi boðið.

Markmið fundarins sem er veglegri en allir aðrir stjórnarfundir er að þakka fyrir vel unnið starf, gleðjast og kynnast betur.

Það væri gott að fá staðfestingu sem fyrst hvort þið komist.  

Fundurinn verður haldinn á veitingarstaðnum Monkeys  þar sem við verðum algjörlega út af fyrir okkur, gleðjumst og borðum saman góðan mat.

Hlakka til að heyra frá ykkur og endilega látið vita á  info@monkeys.is ef þið hafið sérþarfir varðandi mat og takið fram að þið séuð í hópnum Gunnhildur / Stjornvisi 7 maí.


Með kærri kveðju frá stjórn Stjórnvísi

Gunnhildur

Matseðill:

Stökkir plantain bananar

Bornir fram með guacamole

Laxa tiradito

Laxa sashimi, sesamponzu, eldpipar

macha, sesamfræ, graslaukur 

Djúpsteikt surf and turf maki

Vorlaukur, gúrka, eldpiparmajó, sesamfræ, nautatartar,

stökkar tígrisrækjur, sýrt engifer

Stökkar kjúklinga gyozur

Djúpsteiktar gyozur með kjúklingi, gerjað hvítkáls og

eplasalat, eldpipar, eldpiparmajó, sesamponzu

 

Miso nautalund 100g

Nautalund, perúísk kartöflukaka, jarðskokkamauk,

eldpipar macha, sterkkryddaður kjúklingasoðgljái

EÐA:

Þorskur í sætri miso

Léttsaltaður þorskhnakki í miso og mirin marineringu,

sítrónugrasfroða, kryddjurtaolía, svört sítróna

 

Súkkulaði og saltkaramellu brownie

Miso heslihnetur, saltkaramella, stökk súkkulaðikaka,

hvítsúkkulaði- og heslihnetuís

 

Monkeys er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum. Gengið er inn í hlýlegt, litríkt og spennandi umhverfi þar sem gestir geta notið framandi matar.

Staðurinn er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Mikil áhersla er á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum ásamt frábærum kokteilum.

Nikkei matreiðsla er heiti á matargerðinni sem ræður ríkjum á staðnum. Hún á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli. Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð s.s. virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda. Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri  matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni blandað kryddtöfrum frá Perú.

 

Aðalfundur faghópsins Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghópsins stjórnun viðskiptaferla verður haldinn fimmtudaginn 8. maí kl 12 á Nauthól. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn miðvikudaginn 7. maí klukkan 15:00-15:30.
Smellið hér til að tengjast fundinum

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um fjölbreytileika og inngildingu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

 

Markþjálfun og menning fyrirtækja

Trausti Björgvinsson framkvæmdarstjóri Lotu og Erlen Björk Helgadóttir mannauðsstjóri Lotu bjóða okkur í heimsókn föstudaginn 9. maí kl 9:00. Húsið opnar fyrir gesti 8:30.

Síðastliðin ár hefur Lotu markvisst unnið með menningu fyrirtækisins sem hefur leitt af sér háa starfsánægju sem mælist í 9 af 10 mögulegum. Menning fyrirtækisins hefur tekið stakkaskiptum og fyrir nokkrum árum hefði fáa grunað að þessi verkfræðistofa myndi í dag bjóða uppá frjálsan dans í hádeginu og að hvað þá að starfsfólkið tæki þátt. En hvað veldur ?

Þungamiðjan í menningarbreytingunni hefur verið markþjálfun og hafa allir stjórnendur Lotu lokið markþjálfunarnámi og er lögð mikil áhersla á virka hlustun , endurgjöf og berskjöldun í stjórnendastíl fyrirtækisins. Afleiðing þessa er aukið sálrænt öryggi sem meðal annars sýnir sig í að tekist er á við mál sem áður voru undir teppi og er heilbrigður ágreiningur tekinn í meira mæli en áður. Þannig koma vandamálin upp áður en þau þróast í eitthvað stærra og hægt er að eiga við þau fyrr. Félagstarf starfsfólk hefur einnig blómstrað og það hefur aukið samheldni í hópnum.

Góður árangur í þessum málum kemur ekki að sjálfu sér og Trausti og Erlen ætla að segja okkur frá þeirra reynslu af því sem virkað hefur vel og hvað ekki og vonast einnig eftir spurningum úr sal og góðu samtali við gesti um þau tækifæri og áskoranir sem fylgja því að vinna með menningu fyrirtækja.

Erlen er viðskiptafræðingur að mennt og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ og hefur starfað við mannauðsmál og stjórnun mest af sínum ferli og lauk markþjálfunarnámi 2023. Trausti hefur áratugareynslu sem stjórnandi á Íslandi og erlendis, er verkfræðingur að mennt með diplómu í viðskiptum og ACC vottaður markþjálfi og teymisþjálfi og stjórnarmeðlimur ICF Iceland.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við ICF Iceland og mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísi. Viðburðinum verður ekki streymt og boðið verður uppá létta morgunhressingu fyrir þau sem mæta.  

Ræktum tengslanetið og sjáumst !

Aðalfundur faghóps um markþjálfun 2025

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldinn föstudaginn 9. maí klukkan 10:00 til 10:30 eftir viðburð í húsakynnum Lotu.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um markþjálfun óskar eftir framboðum til stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á asta@hverereg.is

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um markþjálfun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

 

Eldri viðburðir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?